Erlent

Olíuverð lækkar aftur

Olíuverð hefur nú aðeins lækkað aftur eftir að hafa náð sögulegu hámarki á olíumarkaði í New York í gær. Verðið á olíudallinum komst hæst upp í 50,47 dollara en það er hæsta verð í tuttugu og eins árs sögu olíumarkaðar í New York. Verðið fór þó aftur niður fyrir fimmtíu dollarana og er komið í 49,90 sent. Áhrif olíuhækkananna verður vart hér á landi og sagði aðalhagfræðingur Seðlabankans í viðtalið við fréttastofuna í gær að hagvöxtur verði 0,1 til 0,2 prósentum minni en ella vegna hækkana undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×