Fleiri fréttir

Byr í seglin hjá Bush

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur drjúgt forskot á keppinaut sinn í forsetakosningunum í haust, John Kerry, samkvæmt nýjum skoðanakönnunum.

Skammaður fyrir kveðjuna

Breski utanríkisráðherrann Jack Straw sætir harðri gagnrýni heima fyrir sökum þess að hann tók í hendina á Robert Mugabe, forseta Simbabve, í móttöku í tengslum við þing Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Mugabe hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir mannréttindabrot og hafa Bretar verið framarlega í flokki þeirra sem krefjast umbóta í Simbabve.

Aftur í fangelsi

Fangarnir tveir sem flýðu úr fangelsi vestur af Stokkhólmi í síðustu viku eru á bak vil lás og slá á ný. Fangarnir fundust nærri Örebro og gáfu sig að lokum á vald lögreglu. Áður en til þess kom áttu þeir þó í löngum samningaviðræðum við lögreglu og meðan á þeim stóð skaut annar fanginn úr haglabyssu að flugvél sem sveimaði yfir með spennta fréttamenn.

Vilja ríkisvæða lestakerfið

Forysta breska Verkamannaflokksins varð fyrir áfalli þegar fulltrúar á þingi flokksins samþykktu ályktun um að ríkisvæða ætti lestakerfið á nýjan leik. 64 prósent greiddu atkvæði með tillögunni en 36 prósent voru andvíg henni.

Efins um faðernið

Eiginmenn í Peking, höfuðborg Kína, fara nú fram á faðernispróf í mun meiri mæli en áður. Á einu stærsta sjúkrahúsi borgarinnar hefur faðernisprófum fjölgað um fimmtung frá fyrra ári og sömu sögu er að segja víðar í borginni.

Eftirlitsbúnaður á skólabörn

Eftirlitsbúnaði hefur verið komið fyrir á nemendum í nokkrum japönskum grunnskólum. Búnaðurinn sendir frá sér boð í nema sem skrá hvenær börnin mæta í skólann og hvenær þau yfirgefa hann.

Mikill áhugi á kosningunum

Forsetakosningarnar í haust virðast vekja mun meiri áhuga meðal almennings en kosningar síðustu áratuga. Í það minnsta er mun meira um að einstaklingar sem ekki hafa kosið áður láti bæta sér inn á kjörskrá í sínu kjördæmi.

Hóta uppreisn um alla Nígeríu

Forystumenn nígerískra uppreisnarmanna við árósa Nígerfljótsins segjast ætla að hefja allsherjarbaráttu gegn stjórnvöldum á föstudag til að ná yfirráðum yfir olíulindum landsins á sitt vald. Þá eru 44 ár liðin frá því Nígería fékk sjálfstæði frá Bretum.

Hungursneyð ógnar milljónum

Hungursneyð vofir yfir tveimur milljónum íbúa Lesótó, Malaví og Svasílands að sögn forsvarsmanna Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Búist er við því að fólkið verði farið að líða skort áður en kemur að næstu uppskeru, í apríl.

Olíuauður streymir í ríkissjóð

Norski fjármálaráðherrann, Per-Kristian Foss, hefur fulla ástæðu til að gleðjast þessa dagana, að sögn norska blaðsins Dagens Næringsliv. Blaðamenn þess hafa reiknað út að hækkun olíuverðs á heimsmörkuðum leiði til þess að tekjur ríkissjóðs í ár hækki um andvirði rúmra 500 milljarða íslenskra króna frá því sem spáð var.

Baulað á Blair

"Ég veit að þetta málefni hefur klofið þjóðina. Ég skil fullkomlega hvers vegna margir eru ósammála ákvörðuninni," sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann fjallaði um innrásina í Írak og þær deilur sem hún hefur valdið í bresku samfélagi. Hann sagðist þó engan veginn geta beðist afsökunar á því að taka þátt í að steypa Saddam Hussein af stóli.

Ítölsku konunum sleppt

Tveimur ítölskum konum sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak var í dag sleppt. Konunum var báðum rænt í byrjun mánaðarins og síðan hafði ekkert heyrst frá þeim. Í síðustu viku var fullyrt á íslamskri vefsíðu að þær hefðu verið drepnar, en í dag var þeim skilað ósködduðum. Að auki var þremur Egyptum, sem rænt var fyrr í mánuðinum, sleppt.

Skaut fjóra bekkjarfélaga til bana

Fimmtán ára nemandi skaut fjóra bekkjarfélaga sína til bana og særði fimm til viðbótar í skotárás í skóla í Carmen de Patagones í Argentínu. Nemandinn dró upp skammbyssu og byrjaði að skjóta af handahófi á samnemendur sína.

Powell svartsýnn

Óöldin í Írak fer enn versnandi, að mati Colin Powels, utanríkisráðhera Bandaríkjanna,sem telur að tilgangur uppreisnarmanna sé meðal annars að trufla fyrirhugaðar þingkosningar í landinu í janúar. Uppreisnarmenn vörpuðu í morgun sprengjum á lögregluskóla í austur Bagdad. Engar fregnir hafa þó borist af mannfalli, en þrír íraskir þjóðvarðliðar fórust í sprengjutilræði í Mosul.

Atkvæðagreiðsla um hersetu í Írak

Atkvæði verða greidd á ársþingi breska Verkamannaflokksins um hvort kalla eigi heim herlið Breta frá Írak. Atkvæðagreiðslan verður á fimmtudaginn. Nú þegar hefur stríðið í Írak tekið að skyggja á allt annað á flokksþinginu en fyrirfram var talið að það myndi að mestu snúast um innanríkismál.

6 látnir í Florida

Fjórði fellibylurinn á sex vikum gengur nú yfir Flórída. Að minnsta kosti sex manns hafa látið lífið af völdum fellibylsins. Yfir en ein og hálf milljón heimila og fyrirtækja á svæðinu er án rafmagns. Vindhraðinn fellibylsins var 193 kílómetrar á klukkustund þegar hann náði landi.

Nauðlenti vegna sprengjuhótunar

Flugvél með 301 farþega um borð nauðlenti nærri London í gær vegna sprengjuhótunar. Vélin, sem er frá Olympic Airlines flugfélaginu, var á leiðinni frá Grikklandi til New York. Eftir að hótunin barst óskaði flugstjóri vélarinnar eftir fylgd frá herþotum Breta. Vélin lenti á Standsted flugvellinum, rétt norðan við London, skömmu síðar.

Nokkrir látnir í Dubai vegna hruns

Nokkrir starfsmenn flugvallarins í Dubai létust þegar viðbygging sem var í viðgerð hrundi á flugvellinum fyrir stundu. Starfsmennienir urðu undir þegar byggingin hrundi, en ekki er meira vitað um tildrög slyssins að svo stöddu.

Háttsettur Al-Qaeda liði líflátinn

Yfirvöld í Pakistan segjast hafa líflátið helsta hryðjuverkamann landsins, Amjad Farooqi, háttsettan Al-Qaeda liða. Amjad er sagður hafa staðið á bak við tilræði við forseta Pakistan og einnig morðið á Bandaríkjamanninum Daniel Pearl. 

Dan Rather látinn fara?

Framtíð fréttamannsins Dans Rathers er í tvísýnu eftir að hann flutti umdeilda frétt í fréttaskýringaþættinum sextíu mínútur um herþjónustu Bush Bandaríkjaforseta. Efnislega er fréttin sögð vera rétt, en í ljós kom að skjöl sem voru lögð henni til grundvallar voru fölsuð.

Kennth enn á lífi segir bróðirinn

Paul Bigley, bróðir Kenneths Bigley, Bretans sem er í haldi mannræningja í Írak, segist hafa öruggar heimildir fyrir því að Kennth sé enn á lífi. Í gær var sagt frá því á íslamskri heimasíðu að Kenneth hefði verið líflátinn líkt og Bandaríkjamennirnir tveir sem voru með honum í haldi.

Blóðtaka hjá Al-Qaeda

Al-Qaeda samtökin í Pakistan urðu fyrir mikilli blóðtöku í gær þegar einn æðsti leiðtogi þeirra var drepinn í skotbardaga. Erlend sendiráð, opinberar stofnanir og bænastaðir eru í viðbragðsstöða af ótta við hefndarverk.

Blair enn í vanda

Tony Blair tapaði fyrstu lotu í baráttunni um hug og hjörtu breska Verkamannaflokksins. Blair vildi ræða innanríkismál, en flokksmenn þvinguðu fram neyðarumræður um stríðið í Írak. Í dag er svo komið að uppgjöri þeirra Blairs og Gordons Browns, fjármálaráðherra.

Heyrir „King size" sögunni til?

Það fer brátt hver að verða síðastur til þess að næla sér í „King Size" súkkúlaðistykki í Bretlandi. Súkkúlaðiframleiðendur hyggjast hætta framleiðslu á yfirstærðum, vegna mikils þrýstings þar að lútandi frá heilbrigðisyfirvöldum. Talsmaður matvælaframleiðenda í Bretlandi segir engan áhuga vera fyrir því að settar verði reglugerðir til þess að reyna að sporna við offituvandanum og því ætli súkkúlaðiframleiðendur að grípa til sinna eigin ráða í tæka tíð. Til að mynda er stefnt að því að engin Cadbury súkkúlaðistykki í yfirstærðum verði á boðstólnum þegar líður á næsta ár.

Virgin á leið út í geim

Nýjasti áfangastaður Virgin-flugfélagsins er geimurinn. Breski milljarðamæringurinn Richard Branson, eigandi félagsins, segir til standa að bjóða geimferðir á vegum nýs félags, Virgin Galactic, frá og með árinu 2007.

15 ár í inngöngu Tyrkja

Að minnsta kosti 15 ár eru þangað til Tyrkland getur gengið í Evrópusambandið að mati fjármálaráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy. Þá segir Sakorsky að innganga Tyrkja í sambandið sé háð því að Frakkar samþykki það í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jahaní sleppt

Írakskir mannræningjar hafa sleppt íranska diplómatanum Fereidún Jahaní, sem rænt var í síðasta mánuði, samkvæmt frétt íranska sjónvarpsins og er hann nú í sendiráði Írans í Bagdad. Jahaní var konsúll í hinni helgu borg sítamúslima Kerbala.

Gríska vélin aftur á loft

Gríska flugvélin sem lenti á Stansted flugvelli eftir sprengjuhótun í morgun, hefur fengið grænt ljós á að halda áfram ferð sinni til New York. Nafnlaust símtal barst grísku dagblaði í morgun, þar sem sagt var að í flugvélinni væri sprengja fyrir Bandaríkjamenn.

Bin Laden í Pakistan?

Osama Bin Laden er líklega á lífi og heldur til í Pakistan. Þetta segir Pervez Musharraf, forseti Pakistans og byggir hann þetta á upplýsingum frá leyniþjónustunni í landinu. Að sögn Musharrafs hafa yfirheyrslur á háttsettum liðum úr Al-Qaeda leitt í ljós að margt bendi til að Bin Laden sé á lífi og haldi til í Pakistan. Það sé mun líklegra en að hann haldi til í Afghanistan, enda telji háttsettir menn í hryðjuverkasamtökunum sig mun öruggari í Pakistan

Lokahátíðinni frestað

Lokahátíð Ólympíumóts fatlaðra í Aþenu var aflýst eftir að sjö skólabörn sem voru á leið á hátíðina biðu bana í bílslysi. Börnin voru í rútu sem lenti í árekstri við flutningabíl. 41 var í bílnum og sluppu aðeins fjórir án meiðsla.

Sprengja á Gaza

Flugskeyti var skotið úr ísraelskri þyrlu á bíl á sunnanverðu Gaza-svæðinu í dag. Skotmarkið var Mohammed Abu Nsair leiðtogi herskárra Palestínumanna. Hann særðist í árásinni sem og fjöldi annarra. Ísraelsmenn hafa ráði fjölda leiðtoga Palestínumanna af dögum með þessum hætti undanfarin fjögur ár.

5 létust í sprengingum

Flugvélar Bandaríkjamanna sprengdu upp bækisstöðvar uppreisnarmanna í Baghdad í dag, með þeim afleiðingum að 5 létu lífið og 40 særðust.

Súkkulaðið minnkar

Viðbrögð breskra sælgætisframleiðenda við gagnrýni sem þeir hafa sætt vegna vaxandi offituvandamála falla í grýttan jarðveg, hvort tveggja hjá þeim sem finnst of langt gengið og þeim sem finnst ekki nóg gert til að takast á við vandann.

Danskir ráðamenn réttmætt skotmark

Danski forsætisráðherrann, varnarmálaráðherrann og danskir hermenn í Írak eru réttmæt skotmörk hryðjuverkamanna. Þetta sagði danskur múslimi sem var fyrr á árinu leystur úr haldi Bandaríkjamanna sem héldu honum föngnum í Guantanamo.

Hjúkrunarkona ákærð fyrir morð

51 árs gömul hjúkrunarkona í Bretlandi hefur verið ákærð fyrir að drepa þrjár konur á aldrinum 67-95 ára, sem allar voru sjúklingar á spítala í Yorkshire. Að auki hefur hjúkkan verið ákærð fyrir að reyna að drepa 42 ára gamlan mann sem einnig lá á spítalanum, sem og fyrir að gefa 13 öðrum sjúklningum banvænan skammt af lyfjum.

Út í geim

Richard Branson, eigandi Virgin-fyrirtækjahópsins, verður seint sakaður um að setja markið ekki hátt. Árum saman hefur Virgin Atlantic flugfélagið verði meginviðfangsefni hans, en hvers vegna að fljúga í tíu kílómetra hæð á milli landa eins og allir hinir þegar maður vill í raun komast miklu lengra?

Enn á lífi?

Konungur Jórdaníu segist telja að ítölsku konurnar tvær, sem rænt í Írak fyrir þrem vikum, séu enn á lífi. Hann segir Jordaníu berjast fyrir því að þær verði látnar úr haldi og þess verði allt lagt í sölurnar

Starfsmanni CNN rænt

Vopnaðir menn rændu í dag starfsmann CNN fréttastofunnar á Gaza-svæðinu, samkvæmt fréttum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar AL-Jazeera. Maðurinn sem var rænt er arabískur Ísraeli og hefur unnið sem aðstoðarupptökustjóri fyrir CNN á Gaza-svæðinu.

Udo rannsakaður

Saksóknari í Þýskalandi hefur hafið rannsókn á Udo Voigt leiðtoga þjóðernissinnaða lýðræðisflokksins, NPD, eftir að hann bar lof á Adolf Hitler og kallaði hann stjórnvitring. Hann lét þessi ummæli falla í viðtali við vikublaðið Junge Freiheit. Að sögn talsmanns saksóknarans í Berlín sætir Voigt rannsókn fyrir niðrandi ummæli.

Blóðtaka hjá al-Qaeda

Einn æðsti leiðtogi al-Qaida samtakanna féll í tveggja klukkustunda skotbardaga í Pakistan í gær. Stjórnvöld þar segjast vera á hælunum á leiðtoga samtakanna.

Enn hækkar olían

Aldrei í sögu olíumarkaðarins í New York hefur verð á olíu verið jafn hátt, og sérfræðingar segja vonlítið að það lækki á næstunni. Verðið á olíufatinu komst í 49 dollara og 74 sent á olíumarkaði í New York og hefur aldrei verið hærra frá því að viðskipti hófust á þeim markaði árið 1983.

Skuggi Íraks vofir yfir

Landsþing breska Verkamannaflokksins stendur nú sem hæst. Leiðtogar flokksins reyna hvað þeir geta til að beina athyglinni að árangri sínum heima fyrir en þingfulltrúar vilja heldur ræða um ástandið í Írak.

Hálfíslenskur Hallgrímur

Danir eru flestum þjóðum fimari í að framleiða áhugavert sjónvarpsefni. Nýjasta afurð frænda vorra er spennuþáttaröð þar sem hálfíslenskur lögregluþjónn er aðalsöguhetjan.

Harmleiks minnst

Eistlendingar, Finnar og Svíar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá því farþegaferjan Estonia sökk á Eystrasalti með 852 farþega og áhafnarmeðlimi innanborðs. Einungis 138 einstaklingar lifðu slysið af.

N-Kóreustjórn skammar Bandaríkin

Bandaríkin hafa hert á hótunum sínum og eyðilagt möguleikana á friðsamlegri lausn kjarnorkudeilunnar á Kóreuskaga, sagði Choe Su Hon, varautanríkisráðherra Norður-Kóreu á ráðherrafundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Sjá næstu 50 fréttir