Erlent

Fuglaflensa smitast milli manna

Flugflensa er talin hafa smitast á milli manna á Tælandi nýlega. Tilvikið hefur valdið felmtri í landinu enda væri slíkt smit til marks um breytingar á sjúkdómnum, sem hingað til hefur einungis smitast úr fiðurfé. Talsmenn alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar segja vel hugsanlegt að um einangrað tilvik sé að ræða en ekki stökkbreytingu á H5N1-stofni veirunnar. Að sögn þeirra er talið að veiran sé ekki nægilega sterk til að berast manna á milli, þrátt fyrir einangruð tilvik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×