Erlent

Lausnargjald líklega greitt

Ítalar fagna því að tvær ungar konur, sem haldið var í gíslingu í Írak í þrjár vikur, eru komnar heim heilar á húfi en velta því fyrir sér hvort stjórnvöld hafi greitt mannræningjum lausnargjald til að bjarga lífi þeirra. Simona Pari og Simona Torretta voru vart komnar heim þegar umræðan fór að snúast um hvort mannræningjarnir hefðu fengið andvirði rúmra sjötíu milljóna króna fyrir að sleppa þeim úr haldi. Í dagblaðinu Al-rai al-Aam, sem er gefið út í Kúveit, sagði að mannræningjarnir hefðu krafist þessa lausnargjalds og fengið helming þess greiddan áður en konunum var sleppt. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, neitaði að svara spurningum um lausnargjald. "Við segjum ekkert um þetta," sagði hann. Utanríkisráðherrann Franco Frattini þvertók hins vegar fyrir það í útvarpsviðtali að lausnargjald hefði verið greitt. Samt velta Ítalar þessu fyrir sér. "Ég tel að þeir hafi borgað," sagði Gustavo Selva, formaður utanríkisnefndar ítalska þingsins, og taldi það réttlætanlegt. "Hverjum er ekki sama?" spurði stjórnarandstöðuþingmaðurinn Antonio Di Pietro. Flest ítölsku dagblöðin voru á því að lausnargjald hefði verið greitt. "Það er ekkert til að skammast sín fyrir," sagði í leiðara La Repubblica



Fleiri fréttir

Sjá meira


×