Erlent

Vargöld á Haiti

Vargöld er á Haítí eftir flóð og fellibylinn Jeanne. Friðargæsluliðar þar ráða ekkert við æstan múg sem ræðst á þá og slæst um matarpakka sem dreift er til bágstaddra. Yfirmaður friðargæslusveitanna segir þörf á helmingi fleiri friðargæsluliðum. Þeir hafa þurft að skjóta upp í loft til að bægja fólki frá flutningabílum með hjálpargögn, og óeirðir hafa ítrekað brotist út þar sem fólk bíður þess að fá matvæli og hreint drykkjarvatn, en mikill skortur er á hvortveggja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×