Erlent

Lýst látin en andaði þó

Yfirvöld í bænum Pozarevac í Serbíu voru ekkert að tvínóna við að boða ættingja hinnar 62 ára gömlu Jelenu Mladenovc á fund til að ganga frá erfðafjárskiptum. Reyndar voru þau svo snemma á ferðinni að Jelena var enn sprelllifandi þegar skipta átti eignum hennar til eftirlifandi ættingja. Jelena var lýst látin fyrir mistök þegar nafna hennar lést. Þetta eru ekki fyrstu mistökin sem yfirvöld í Pozarevac gera. Saklaus kona var send í fangelsi og eigur annarrar runnu til ríkisins þótt hún væri enn sprelllifandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×