Erlent

ETA með hótanir

Aðskilnaðarsamtökin ETA ætla að halda áfram hryðjuverkum til þess að berjast fyrir sjálfstæði sínu. Þrír grímuklæddir skæruliðar frá hreyfingunni tilkynntu þetta á myndbandsupptöku sem barst dagblaði í Baskalandi í gær. Að sögn Baskanna í ETA snýst baráttan um að verja rétt Baska til þess að ráða eigin örlögum. Samtökin, sem haft hafa hljótt um sig síðan í mars, þegar islamskir öfgamenn stóðu fyrir hryðjuverkunum í Madrid, segjast ekki munu hika við að beita öllum tiltækum ráðum til þess að berja á þeim sem hindra Baska í að ná fram sjálfstæði sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×