Erlent

Rándýrum demöntum stolið

Tveimur demöntum að andvirði nálægt eins milljarðs króna var stolið af forngripasýningu í París í gær. Ræningjarnir létu til skarar skríða þegar öryggisvörður brá sér frá og hirtu demantana tvo, en hvor þeirra um sig er hátt í 500 milljón króna virði. Lögregla rannsakar málið, en hefur lítið orðið ágengt, enda skildu þjófarnir nær engin ummerki eftir sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×