Erlent

Frakkar myndu hafna Tyrkjum

Skoðanakannanir í Frakklandi benda til þess að almenningur þar í landi myndi hafna aðild Tyrklands að ESB. 56% Frakka eru á móti inngöngu Tyrkja í Evrópusambandið nú, en 63% gætu hugsað sér að Tyrkir fengju inngöngu ef mannrættindi yrðu bætt í landinu og refsilöggjöfin endurnýjuð. Sarkozy, fjármálaráðherra Frakka, hefur lýst því yfir að innganga Tyrkja í ESB yrði alltaf háð því að hún yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi. Eins og staðan er nú bendir hins vegar fátt til að franskur almenningur myndi samþykkja inngöngu Tyrkja, enda er fólk smeykt um að Tyrkir myndu hirða störf af Evrópubúum í stórum stíl, færi svo að þeir gengju í ESB



Fleiri fréttir

Sjá meira


×