Erlent

Vara við Pútín

Lýðræðinu í Rússlandi hefur hrakað frá því Vladimír Pútín varð forseti landsins fyrir tæpum fjórum árum segir í bréfi hundrað fræðimanna og stjórnmálamanna til vestrænna þjóðarleiðtoga þar sem þeir vara við tilraunum Pútíns til að auka völd sín. Meðal þeirra sem undirrita bréfið eru Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Vaclav Havel, fyrrverandi forseti Tékklands, bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain og bandaríski félagsfræðingurinn Francis Fukuyama. Í bréfinu segir að Vesturlönd hafi of oft þagað yfir tilraunum Pútíns til að auka völd sín í von um að þær væru tímabundnar. Það segja höfundarnir að séu mistök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×