Fleiri fréttir Búið að lífláta Bigley? Breski gíslinn Kenneth Bigley, sem haldið er föngnum af mannræningjum í Írak, hefur verið tekinn af lífi samkvæmt tilkynningu sem birt var á íslamskri vefsíðu í dag. Breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka tilkynninguna trúanlega, enda hafi vefsíðan áður birt tíðindi af gíslum í Írak sem svo hafi komið í ljós að ekki áttu við rök að styðjast. 25.9.2004 00:01 Se og hör fær dóm í Danmörku Ritstjórar og blaðamenn danska tímaritsins <em>Se og hör</em> voru dæmdir til greiðslu sektar að andvirði tæplega átta hundruð þúsunda íslenskra króna fyrir dönskum dómstólum í gær. Blaðið fjallaði í nóvember 2002 um ástamál Önju Andersens sem er þekktasta handboltakona Danmerkur. 25.9.2004 00:01 Upplausn á Haítí Aðframkomnir íbúar Haítís reyndu í gær að brjótast inn í matvælageymslur hjálparstofnana til að verða sér úti um mat og vatn. Fellibylurinn Jeanne, sem lagði norðurhéruð Haítís í rúst fyrr í vikunni, stefnir nú á Flórída-ríki þar sem hátt í milljón manns hefur flúið heimili sín. 25.9.2004 00:01 Óvíst um afdrif Bigleys Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. 25.9.2004 00:01 Olíuverð hækkar í kjölfar Ívans Verð á olíu í heiminum hækkaði mikið í liðinni viku og hefur aldrei verið hærra. Áhyggjur af minnkandi birgðum í Bandaríkjunum og fellibylurinn Ívan eru talin valda hækkuninni að þessu sinni. Hækkunin nam fjórum bandaríkjadölum og var verðið 48,9 dalir á tunnu þegar markaðir lokuðu á föstudag, litlu hærra en 19. ágúst í sumar þegar það náði síðast hámarki. 25.9.2004 00:01 Matvælum dreift til fólksins Keppst er við að dreifa mati og drykkjarvatni til íbúa Haítí sem búa enn við skort eftir að fellibylurinn Jeanne olli þar miklum flóðum. Verst er ástandið í borginni Gonaives þar sem jafnframt er skortur á lyfjum og læknisaðstoð. 24.9.2004 00:01 Náðarhögg ESB? Hafni margar Evrópusambandsþjóðir nýrri stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslum gæti það reynst náðarhögg evrópska verkefnisins að mati Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hafni eitt ríki stjórnarskránni sé hægt að bjarga því, en verði þau mörg sé úti ævintýri. 24.9.2004 00:01 Olíuverð nálgaðist sögulegt hámark Olíuverð nálgaðist sögulegt hámark í gær þegar fatið var komið yfir fjörutíu og níu dollara þegar lokað var á markaði í Bandaríkjunum. Í morgun hefur það lækkað nokkuð á ný í Asíu. Litlar olíubirgðir eru sagðar ástæða þessa og virðist engu hafa breytt að Bandaríkjastjórn ákvað að opna neyðarbirgðir sínar til að auka framboð. 24.9.2004 00:01 Ókeypis laxveiði í Noregi Norsk yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að bjóða almenningi til ókeypis laxveiða í ám í Suður- Hörðalandi og er fólk hvatt til að veiða allt hvað það getur. Það er þó ekki fyrir gjafmildi eða ummhyggju fyrir þegnunum að stjórnvöld gera þetta heldur hefur orðið vart við tugi þúsunda strokulaxa á svæðinu. 24.9.2004 00:01 Grátbað stjórnina um miskunn Utanríkisráðherra Breta segir að breska ríkisstjórnin reyni allt sem í hennar valdi standi til að reyna að tryggja lausn breska gíslsins, Ken Bigley. Breskir ráðamenn hafa þó útilokað með öllu að semja eða ræða beint við öfgahópinn sem heldur honum föngnum. 24.9.2004 00:01 Ófrjó en ól samt barn Belgískri konu, sem varð ófrjó vegna geislameðferðar, hefur nú verið gert kleift að eignast barn með aðferð sem talin er byltingarkennd í læknisfræðinni og gæti valdið straumhvörfum fyrir ungar konur sem fá krabbamein. 24.9.2004 00:01 Ráðist á danska sendiráðið Mótmælendur réðust á danska sendiráðið í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun, brutu þar rúður og skvettu rauðri málningu á veggina til að mótmæla stuðningi dönsku ríkisstjórnarinnar við stríðið í Írak. Thomas Lehmann, sendifulltrúi í sendiráðinu, segir að hópur sem kallar sig Global Intifada hafi staðið fyrir aðgerðunum. Danir hafa sent hersveitir til Íraks. 24.9.2004 00:01 Blóðug borgarastyrjöld möguleg Blóðug borgarastyrjöld gæti brotist út í Súdan, leysist friðarviðræður stjórnvalda og aðskilnaðarsinna upp. Þetta er mat æðsta fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Súdan. Hann óttast að ástandið yrði þá sambærilegt við hörmungarnar í Sómalíu. 24.9.2004 00:01 Pútín neitar ásökunum Vladímír Pútín, forseti Rússlands, neitar því að stjórnarhættir hans séu afturhvarf til sovéskra hátta. Hann segir frelsi og lýðræði lykilinn að bjartri framtíð. Ýmsar hugmyndir, sem Pútín hefur kynnt undanfarnar vikur, hafa vakið undrun á Vesturlöndum og þótt benda til þess að hann safni sífellt meiri völdum til sín. 24.9.2004 00:01 Opið allan sólarhringinn? Þjóðverjar velta því nú fyrir sér hvort þeir kæri sig um að verslanir geti verið opnar allan sólarhringinn. Efri deild þýska þingsins skoðar nú frumvarp til laga sem gefur verslunartímann frjálsan. Það yrði þá í verkahring sambandslandanna að ákveða opnunartíma. 24.9.2004 00:01 Bara hörð leikföng Efni sem gera plast mjúkt hafa verið bönnuð innan Evrópusambandsins. Mjúkt plast er gjarnan notað í barnaleikföng og það er meginástæða bannsins, þar sem óttast er að efnin geti verið hættuleg heilsu barna. Vísindamenn telja að efnin geti meðal annars haft áhrif á æxlunarfæri barnanna þegar þau eru komin á fullorðinsaldur. 24.9.2004 00:01 Ekki vitað um afdrif Bigleys Ekki er vitað hvort Bretinn Kenneth Bigley, sem hefur verið í haldi mannræningja í Írak, er lífs eða liðinn en mannræningjarnir hafa hótað að drepa hann. Öldruð móðir Bigleys bað honum griða í sjónvarpi í gærkvöldi og féll að því loknu saman. 24.9.2004 00:01 Segja sig úr kirkjunni í hrönnum Úrsögnum úr rómversk-kaþólsku kirkjunni í Austurríki hefur fjölgað verulega undanfarna mánuði. Ástæðan er hneykslismál sem hafa umlukið kirkjuna. Snemma í sumar uppgötvaðist mikið magn barnakláms í prestaskóla og einn þekktasti prestur landsins hefur verið sakaður um að beita sóknarbörn á táningsaldri kynferðislegu ofbeldi. 24.9.2004 00:01 Vill heimastjórn í Darfur "Skýrt framsal á völdum verður að eiga sér stað í Darfur," sagði Ruud Lubbers, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, þegar hann hvatti til þess að íbúar Darfur fengju heimastjórn. Súdönsk stjórnvöld hafa hingað til sagst reiðubúin að semja um slíkt en hafa ekki viljað ganga jafn langt og uppreisnarmenn krefjast. 24.9.2004 00:01 Handteknir vegna mengunar Sex stjórnendur og starfsmenn bandarísks námufyrirtækis hafa verið handteknir í Indónesíu vegna rannsóknar á því hvort fyrirtækið hafi hent hættulegum úrgangi í sjó með þeim afleiðingum að íbúar í nágrenninu veiktust. 24.9.2004 00:01 Nauðgað til að tryggja giftingu Fjöldi eþíópískra stúlkna hefur orðið fórnarlamb manna sem ræna þeim og nauðga. Þannig vilja mennirnir tryggja að þeir fái að giftast þeim og þurfi ekki að greiða foreldrum þeirra jafn mikið og ella væri raunin.</font /></b /> 24.9.2004 00:01 Manntjón af völdum Jeanne 175 þúsund manns urðu fyrir barðinu á fellibylnum Jeanne þegar hann gekk yfir Haítí. Ástandið í landinu er vægast sagt skelfilegt, lík hrannast upp og hjálparstarfsmenn neyðast til að urða þau í fjöldagröfum. Það er meginverkefni hjálparstarfsmannanna auk þess sem þeir dreifa matvælum til tugþúsunda sem hafa hvorki vott né þurrt. 23.9.2004 00:01 Breski gíslinn grátbiður Blair Breski gíslinn, sem mannræningjar í Írak hóta að skera á háls, grátbiður Tony Blair um að þyrma lífi sínu á myndbandsupptöku sem birt var á íslamskri netsíðu í nótt. Kenneth Bigley er síðasti gíslinn af þremur í haldi sömu mannræningja, en hinir tveir hafa þegar verið drepnir. Hann endurtók í sífellu að hann vildi ekki deyja í Írak. 23.9.2004 00:01 Olían hækkar enn Olíuverð hækkaði enn á ný í gær og var komið yfir 48 dollara á fatið áður en lokað var á markaði í gær. Síðan lækkaði verðið rétt niður fyrir 48 dollara. Þetta gerðist þegar orkumálaráðuneytið staðfesti að gengið hefði á eldsneytisbirgðir í kjölfar fjölda fellibylja undanfarnar vikur. 23.9.2004 00:01 Ívan ekki enn hættur Leifarnar af fellibylnum Ívan hafa nú þróast í Hitabeltisstorm, sem kominn er inn í Mexíkóflóa. Viðvaranir hafa verið sendar út þar og í Texas, þar sem búist er við að stormurinn komi snemma á morgun. 23.9.2004 00:01 Mihajlovich fluttur Mihajlo Míhajlovich, maðurinn sem myrti Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, var í nótt fluttur í skyndi frá réttargeðdeild á Huddinge-sjúkrahúsinu til annarar réttargeðdeildar. Ástæðan er sú að læknar óttuðust um öryggi hans og töldu líklegt að honum yrði sýnt banatilræði á sjúkrahúsinu. 23.9.2004 00:01 Mugabe úthúðar Bush og Blair Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, segir George Bush hegða sér eins og hann sé guð almáttugur, með Tony Blair sem spámann sinn. Þessu lýsti Mugabe yfir á fundi Sameinuðu Þjóðanna í New York, þar sem hann sagði Bandaríkin og Bretland sprengja saklausa Íraka í nafni lýðræðis. 23.9.2004 00:01 Írar drekka of mikið Kostnaður vegna óhóflegrar áfengisdrykkju í Írlandi nam rúmum 200 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þar í landi. Þá eyddi hver Íri að jafnaði tæpum 200 þúsund krónum í áfengi í fyrra og er það mun meira en í öðrum löndum. 23.9.2004 00:01 Hitti hann óvininn? Samtök fyrrverandi stríðsmanna í Bandaríkjunum, sem í síðasta mánuði stóðu fyrir umdeildum auglýsingum til stuðnings George Bush, eru enn við sama heygarðshornið. Nú ætla samtökin að eyða um hundrað milljónum króna í auglýsingar þar sem leitt verður að því líkum að John Kerry hafi hitt leiðtoga Vietnama á meðan á stríðinu þar stóð. 23.9.2004 00:01 Líf Bretans hangir á bláþræði Líf bresks gísl í Írak hangir á bláþræði, en bresk stjórnvöld þvertaka fyrir að semja við hryðjuverkamenn. Gíslinn og fjölskylda hans grátbiðja um að lífi hans verði þyrmt. 23.9.2004 00:01 Bretar ósáttir við meðferð á Cat Bretar eru öskuillir yfir því að Cat Stevens hafi verið vísað úr landi og segja fáránlegt að farþegavél með mörg hundruð manns hafi verið vísað frá Washington þar sem Stevens var um borð. Utanríkisráðherra Bretlands hefur sent formlega kvörtun til Washington. 23.9.2004 00:01 Haiti þarf hjálp Koma verður íbúum Haití til hjálpar þegar í stað. Matar- og vatnsskortur ógnar lífi þeirra sem lifðu fellibylinn Jeanne og flóð í kjölfarið. 23.9.2004 00:01 GSM sem finnur lykt Þýskt farsímafyrirtæki hyggst kynna nýstárlega farsíma sem geta greint og bent notendum á þegar þeir eru andfúlir eða lykta illa af svitalykt. Talsmenn fyrirtækisins segja að örlítil flaga sjái um þessar lyktarrannsóknir. 23.9.2004 00:01 Hlýða ekki mannræningjum Ríkisstjórnir Bretlands og Írak segjast ekki ætla að láta að kröfum mannræningja, þrátt fyrir myndband frá breska gíslinum Kenneth Bigley, þar sem hann grátbiður Tony Blair um að hjálpa sér. 23.9.2004 00:01 Erdogan þrýstir á ESB Forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, er kominn til Brussel, til þess að þrýsta á Evrópusambandið að hefja aðildarviðræður við Tyrki. Hingað til hefur Evrópusambandið lýst því yfir að Tyrkir þurfi að bæta refsilöggjöf sína og mannréttindamál til þess að eiga þess kost að hefja aðildarviðræður að sambandinu. 23.9.2004 00:01 Gyðingar hallast að Kerry George Bush gengur ekki nógu vel að fá Gyðinga á sitt band samkvæmt skoðanakönnunum. Í nýrri könnun frá samtökum Gyðinga í Bandaríkjunum kemur fram að 69% þeirra hyggjast kjósa John Kerry, frambjóðanda Demókrata, en aðeins 24% hyggjast kjósa Bush. 23.9.2004 00:01 Allawi segir Írak á réttri leið Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hélt ræðu á Bandaríkjaþingi í dag, þar sem hann sagði að lýðræði væri að komast á í landinu. Þrátt fyrir vandamál undanfarið og aftöku tveggja gísla væri ætlunarverkið á réttri leið. 23.9.2004 00:01 Tímamót í Frakklandi Franskur dómstóll kvað í dag upp tímamótadóm þar sem lesbískt par er úrskurðað sameiginlegir foreldrar barna þeirra. Konurnar eiga þrjár dætur sem önnur þeirra gekk með eftir tæknifrjóvgun, en hin konan hefur ekki talist foreldri barnanna. 23.9.2004 00:01 Hraðskreiðasti vetnisbíll heims Þýski bílaframleiðandinn BMW kynnti hraðskreiðasta vetnisbíl heims á bílasýningunni í París. Tegundin sem ber undirheitið H2R og getur náð meira en 300 kílómetra hraða á klukkustund. Burkhard Goeschel stjórnarmaður í BMW segir að framtíðin felist í vetni. 23.9.2004 00:01 Vandræði á Haiti Íbúar Haítí glíma við eftirmála fellibylsins Jeanne sem olli þar miklum flóðum. Flóðavatn og eðja hamla víða hjálparstarfi, en á annað hundrað þúsund manns eru án matar og vatns. Fólkið neyðist til að drekka flóðavatnið, þar sem lík og hræ eru á floti. 23.9.2004 00:01 Líf Kenneths hangir á bláþræði Kenneth Bigley er sextíu og tveggja ára gamall Breti, sem er í haldi mannræningja í Írak. Þeir hóta að skera hann á háls, og enginn virðist geta gert nokkuð til að koma í veg fyrir það. Kenneth Bigley er síðasti gíslinn af þremur sem hópur mannræningja í Írak hefur í haldi. 23.9.2004 00:01 Kerry gagnrýnir draumaheim Bush John Kerry segir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hafi verið fenginn til að halda erindi á Bandaríkjaþingi í dag til þess að láta líta út fyrir að gangur mála í Írak sé í lagi. Reyndin sé hins vegar önnur, eins heyra megi af hermönnum á vettvangi og af skýrslum leyniþjónustunnar, CIA. 23.9.2004 00:01 Bush gefur ekkert eftir í Írak „Við munum ekki yfirgefa Írak," sagði Georg Bush í dag á fundi sem hann átti með Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks í dag. Bush sagði að gæfu Bandaríkjamenn eitthvað eftir eða jafnvel færu á brott, stefndi það öryggi landsins í verulaga hættu. „Mistækist okkur í Írak yrði það upphafið að löngu basli," sagði Bush einnig. 23.9.2004 00:01 Enn flýja sænskir fangar Tveir fangar ógnuðu starfsmönnum Mariefred fangelsisins með hnífi, tóku einn þeirra í gíslingu og lögðu síðan á flótta. Þetta er í þriðja skipti á jafn mörgum mánuðum sem fangar flýja úr sænskum fangelsum þrátt fyrir að allir fangarnir hafi dvalið í fangelsum þar sem öryggisgæsla er hvað mest. 23.9.2004 00:01 Barist um matvæli Til átaka kom sums staðar þegar Haítíbúar börðust um mat og drykkjarvatn, sem er af skornum skammti eftir að hitabeltisstormurinn Jeanne gekk yfir landið. Rúmlega 1.100 manns létust af völdum stormsins og 1.250 manns er enn saknað. Því má gera ráð fyrir að tala látinna hækki enn. 23.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Búið að lífláta Bigley? Breski gíslinn Kenneth Bigley, sem haldið er föngnum af mannræningjum í Írak, hefur verið tekinn af lífi samkvæmt tilkynningu sem birt var á íslamskri vefsíðu í dag. Breska utanríkisráðuneytið segist ekki taka tilkynninguna trúanlega, enda hafi vefsíðan áður birt tíðindi af gíslum í Írak sem svo hafi komið í ljós að ekki áttu við rök að styðjast. 25.9.2004 00:01
Se og hör fær dóm í Danmörku Ritstjórar og blaðamenn danska tímaritsins <em>Se og hör</em> voru dæmdir til greiðslu sektar að andvirði tæplega átta hundruð þúsunda íslenskra króna fyrir dönskum dómstólum í gær. Blaðið fjallaði í nóvember 2002 um ástamál Önju Andersens sem er þekktasta handboltakona Danmerkur. 25.9.2004 00:01
Upplausn á Haítí Aðframkomnir íbúar Haítís reyndu í gær að brjótast inn í matvælageymslur hjálparstofnana til að verða sér úti um mat og vatn. Fellibylurinn Jeanne, sem lagði norðurhéruð Haítís í rúst fyrr í vikunni, stefnir nú á Flórída-ríki þar sem hátt í milljón manns hefur flúið heimili sín. 25.9.2004 00:01
Óvíst um afdrif Bigleys Misvísandi fréttir berast um afdrif Kens Bigleys, breska gíslsins sem situr í haldi mannræningja í Írak. Bandaríkjaher gerði í morgun stórsókn á Falluja í enn einni tilrauninni til að uppræta hryðjuverkahóp Al-Zarqawis, sem er öfgahópurinn sem rændi Bigley og reyndar mörgum fleirum. 25.9.2004 00:01
Olíuverð hækkar í kjölfar Ívans Verð á olíu í heiminum hækkaði mikið í liðinni viku og hefur aldrei verið hærra. Áhyggjur af minnkandi birgðum í Bandaríkjunum og fellibylurinn Ívan eru talin valda hækkuninni að þessu sinni. Hækkunin nam fjórum bandaríkjadölum og var verðið 48,9 dalir á tunnu þegar markaðir lokuðu á föstudag, litlu hærra en 19. ágúst í sumar þegar það náði síðast hámarki. 25.9.2004 00:01
Matvælum dreift til fólksins Keppst er við að dreifa mati og drykkjarvatni til íbúa Haítí sem búa enn við skort eftir að fellibylurinn Jeanne olli þar miklum flóðum. Verst er ástandið í borginni Gonaives þar sem jafnframt er skortur á lyfjum og læknisaðstoð. 24.9.2004 00:01
Náðarhögg ESB? Hafni margar Evrópusambandsþjóðir nýrri stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslum gæti það reynst náðarhögg evrópska verkefnisins að mati Romanos Prodis, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hafni eitt ríki stjórnarskránni sé hægt að bjarga því, en verði þau mörg sé úti ævintýri. 24.9.2004 00:01
Olíuverð nálgaðist sögulegt hámark Olíuverð nálgaðist sögulegt hámark í gær þegar fatið var komið yfir fjörutíu og níu dollara þegar lokað var á markaði í Bandaríkjunum. Í morgun hefur það lækkað nokkuð á ný í Asíu. Litlar olíubirgðir eru sagðar ástæða þessa og virðist engu hafa breytt að Bandaríkjastjórn ákvað að opna neyðarbirgðir sínar til að auka framboð. 24.9.2004 00:01
Ókeypis laxveiði í Noregi Norsk yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að bjóða almenningi til ókeypis laxveiða í ám í Suður- Hörðalandi og er fólk hvatt til að veiða allt hvað það getur. Það er þó ekki fyrir gjafmildi eða ummhyggju fyrir þegnunum að stjórnvöld gera þetta heldur hefur orðið vart við tugi þúsunda strokulaxa á svæðinu. 24.9.2004 00:01
Grátbað stjórnina um miskunn Utanríkisráðherra Breta segir að breska ríkisstjórnin reyni allt sem í hennar valdi standi til að reyna að tryggja lausn breska gíslsins, Ken Bigley. Breskir ráðamenn hafa þó útilokað með öllu að semja eða ræða beint við öfgahópinn sem heldur honum föngnum. 24.9.2004 00:01
Ófrjó en ól samt barn Belgískri konu, sem varð ófrjó vegna geislameðferðar, hefur nú verið gert kleift að eignast barn með aðferð sem talin er byltingarkennd í læknisfræðinni og gæti valdið straumhvörfum fyrir ungar konur sem fá krabbamein. 24.9.2004 00:01
Ráðist á danska sendiráðið Mótmælendur réðust á danska sendiráðið í Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun, brutu þar rúður og skvettu rauðri málningu á veggina til að mótmæla stuðningi dönsku ríkisstjórnarinnar við stríðið í Írak. Thomas Lehmann, sendifulltrúi í sendiráðinu, segir að hópur sem kallar sig Global Intifada hafi staðið fyrir aðgerðunum. Danir hafa sent hersveitir til Íraks. 24.9.2004 00:01
Blóðug borgarastyrjöld möguleg Blóðug borgarastyrjöld gæti brotist út í Súdan, leysist friðarviðræður stjórnvalda og aðskilnaðarsinna upp. Þetta er mat æðsta fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Súdan. Hann óttast að ástandið yrði þá sambærilegt við hörmungarnar í Sómalíu. 24.9.2004 00:01
Pútín neitar ásökunum Vladímír Pútín, forseti Rússlands, neitar því að stjórnarhættir hans séu afturhvarf til sovéskra hátta. Hann segir frelsi og lýðræði lykilinn að bjartri framtíð. Ýmsar hugmyndir, sem Pútín hefur kynnt undanfarnar vikur, hafa vakið undrun á Vesturlöndum og þótt benda til þess að hann safni sífellt meiri völdum til sín. 24.9.2004 00:01
Opið allan sólarhringinn? Þjóðverjar velta því nú fyrir sér hvort þeir kæri sig um að verslanir geti verið opnar allan sólarhringinn. Efri deild þýska þingsins skoðar nú frumvarp til laga sem gefur verslunartímann frjálsan. Það yrði þá í verkahring sambandslandanna að ákveða opnunartíma. 24.9.2004 00:01
Bara hörð leikföng Efni sem gera plast mjúkt hafa verið bönnuð innan Evrópusambandsins. Mjúkt plast er gjarnan notað í barnaleikföng og það er meginástæða bannsins, þar sem óttast er að efnin geti verið hættuleg heilsu barna. Vísindamenn telja að efnin geti meðal annars haft áhrif á æxlunarfæri barnanna þegar þau eru komin á fullorðinsaldur. 24.9.2004 00:01
Ekki vitað um afdrif Bigleys Ekki er vitað hvort Bretinn Kenneth Bigley, sem hefur verið í haldi mannræningja í Írak, er lífs eða liðinn en mannræningjarnir hafa hótað að drepa hann. Öldruð móðir Bigleys bað honum griða í sjónvarpi í gærkvöldi og féll að því loknu saman. 24.9.2004 00:01
Segja sig úr kirkjunni í hrönnum Úrsögnum úr rómversk-kaþólsku kirkjunni í Austurríki hefur fjölgað verulega undanfarna mánuði. Ástæðan er hneykslismál sem hafa umlukið kirkjuna. Snemma í sumar uppgötvaðist mikið magn barnakláms í prestaskóla og einn þekktasti prestur landsins hefur verið sakaður um að beita sóknarbörn á táningsaldri kynferðislegu ofbeldi. 24.9.2004 00:01
Vill heimastjórn í Darfur "Skýrt framsal á völdum verður að eiga sér stað í Darfur," sagði Ruud Lubbers, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, þegar hann hvatti til þess að íbúar Darfur fengju heimastjórn. Súdönsk stjórnvöld hafa hingað til sagst reiðubúin að semja um slíkt en hafa ekki viljað ganga jafn langt og uppreisnarmenn krefjast. 24.9.2004 00:01
Handteknir vegna mengunar Sex stjórnendur og starfsmenn bandarísks námufyrirtækis hafa verið handteknir í Indónesíu vegna rannsóknar á því hvort fyrirtækið hafi hent hættulegum úrgangi í sjó með þeim afleiðingum að íbúar í nágrenninu veiktust. 24.9.2004 00:01
Nauðgað til að tryggja giftingu Fjöldi eþíópískra stúlkna hefur orðið fórnarlamb manna sem ræna þeim og nauðga. Þannig vilja mennirnir tryggja að þeir fái að giftast þeim og þurfi ekki að greiða foreldrum þeirra jafn mikið og ella væri raunin.</font /></b /> 24.9.2004 00:01
Manntjón af völdum Jeanne 175 þúsund manns urðu fyrir barðinu á fellibylnum Jeanne þegar hann gekk yfir Haítí. Ástandið í landinu er vægast sagt skelfilegt, lík hrannast upp og hjálparstarfsmenn neyðast til að urða þau í fjöldagröfum. Það er meginverkefni hjálparstarfsmannanna auk þess sem þeir dreifa matvælum til tugþúsunda sem hafa hvorki vott né þurrt. 23.9.2004 00:01
Breski gíslinn grátbiður Blair Breski gíslinn, sem mannræningjar í Írak hóta að skera á háls, grátbiður Tony Blair um að þyrma lífi sínu á myndbandsupptöku sem birt var á íslamskri netsíðu í nótt. Kenneth Bigley er síðasti gíslinn af þremur í haldi sömu mannræningja, en hinir tveir hafa þegar verið drepnir. Hann endurtók í sífellu að hann vildi ekki deyja í Írak. 23.9.2004 00:01
Olían hækkar enn Olíuverð hækkaði enn á ný í gær og var komið yfir 48 dollara á fatið áður en lokað var á markaði í gær. Síðan lækkaði verðið rétt niður fyrir 48 dollara. Þetta gerðist þegar orkumálaráðuneytið staðfesti að gengið hefði á eldsneytisbirgðir í kjölfar fjölda fellibylja undanfarnar vikur. 23.9.2004 00:01
Ívan ekki enn hættur Leifarnar af fellibylnum Ívan hafa nú þróast í Hitabeltisstorm, sem kominn er inn í Mexíkóflóa. Viðvaranir hafa verið sendar út þar og í Texas, þar sem búist er við að stormurinn komi snemma á morgun. 23.9.2004 00:01
Mihajlovich fluttur Mihajlo Míhajlovich, maðurinn sem myrti Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, var í nótt fluttur í skyndi frá réttargeðdeild á Huddinge-sjúkrahúsinu til annarar réttargeðdeildar. Ástæðan er sú að læknar óttuðust um öryggi hans og töldu líklegt að honum yrði sýnt banatilræði á sjúkrahúsinu. 23.9.2004 00:01
Mugabe úthúðar Bush og Blair Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, segir George Bush hegða sér eins og hann sé guð almáttugur, með Tony Blair sem spámann sinn. Þessu lýsti Mugabe yfir á fundi Sameinuðu Þjóðanna í New York, þar sem hann sagði Bandaríkin og Bretland sprengja saklausa Íraka í nafni lýðræðis. 23.9.2004 00:01
Írar drekka of mikið Kostnaður vegna óhóflegrar áfengisdrykkju í Írlandi nam rúmum 200 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þar í landi. Þá eyddi hver Íri að jafnaði tæpum 200 þúsund krónum í áfengi í fyrra og er það mun meira en í öðrum löndum. 23.9.2004 00:01
Hitti hann óvininn? Samtök fyrrverandi stríðsmanna í Bandaríkjunum, sem í síðasta mánuði stóðu fyrir umdeildum auglýsingum til stuðnings George Bush, eru enn við sama heygarðshornið. Nú ætla samtökin að eyða um hundrað milljónum króna í auglýsingar þar sem leitt verður að því líkum að John Kerry hafi hitt leiðtoga Vietnama á meðan á stríðinu þar stóð. 23.9.2004 00:01
Líf Bretans hangir á bláþræði Líf bresks gísl í Írak hangir á bláþræði, en bresk stjórnvöld þvertaka fyrir að semja við hryðjuverkamenn. Gíslinn og fjölskylda hans grátbiðja um að lífi hans verði þyrmt. 23.9.2004 00:01
Bretar ósáttir við meðferð á Cat Bretar eru öskuillir yfir því að Cat Stevens hafi verið vísað úr landi og segja fáránlegt að farþegavél með mörg hundruð manns hafi verið vísað frá Washington þar sem Stevens var um borð. Utanríkisráðherra Bretlands hefur sent formlega kvörtun til Washington. 23.9.2004 00:01
Haiti þarf hjálp Koma verður íbúum Haití til hjálpar þegar í stað. Matar- og vatnsskortur ógnar lífi þeirra sem lifðu fellibylinn Jeanne og flóð í kjölfarið. 23.9.2004 00:01
GSM sem finnur lykt Þýskt farsímafyrirtæki hyggst kynna nýstárlega farsíma sem geta greint og bent notendum á þegar þeir eru andfúlir eða lykta illa af svitalykt. Talsmenn fyrirtækisins segja að örlítil flaga sjái um þessar lyktarrannsóknir. 23.9.2004 00:01
Hlýða ekki mannræningjum Ríkisstjórnir Bretlands og Írak segjast ekki ætla að láta að kröfum mannræningja, þrátt fyrir myndband frá breska gíslinum Kenneth Bigley, þar sem hann grátbiður Tony Blair um að hjálpa sér. 23.9.2004 00:01
Erdogan þrýstir á ESB Forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, er kominn til Brussel, til þess að þrýsta á Evrópusambandið að hefja aðildarviðræður við Tyrki. Hingað til hefur Evrópusambandið lýst því yfir að Tyrkir þurfi að bæta refsilöggjöf sína og mannréttindamál til þess að eiga þess kost að hefja aðildarviðræður að sambandinu. 23.9.2004 00:01
Gyðingar hallast að Kerry George Bush gengur ekki nógu vel að fá Gyðinga á sitt band samkvæmt skoðanakönnunum. Í nýrri könnun frá samtökum Gyðinga í Bandaríkjunum kemur fram að 69% þeirra hyggjast kjósa John Kerry, frambjóðanda Demókrata, en aðeins 24% hyggjast kjósa Bush. 23.9.2004 00:01
Allawi segir Írak á réttri leið Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hélt ræðu á Bandaríkjaþingi í dag, þar sem hann sagði að lýðræði væri að komast á í landinu. Þrátt fyrir vandamál undanfarið og aftöku tveggja gísla væri ætlunarverkið á réttri leið. 23.9.2004 00:01
Tímamót í Frakklandi Franskur dómstóll kvað í dag upp tímamótadóm þar sem lesbískt par er úrskurðað sameiginlegir foreldrar barna þeirra. Konurnar eiga þrjár dætur sem önnur þeirra gekk með eftir tæknifrjóvgun, en hin konan hefur ekki talist foreldri barnanna. 23.9.2004 00:01
Hraðskreiðasti vetnisbíll heims Þýski bílaframleiðandinn BMW kynnti hraðskreiðasta vetnisbíl heims á bílasýningunni í París. Tegundin sem ber undirheitið H2R og getur náð meira en 300 kílómetra hraða á klukkustund. Burkhard Goeschel stjórnarmaður í BMW segir að framtíðin felist í vetni. 23.9.2004 00:01
Vandræði á Haiti Íbúar Haítí glíma við eftirmála fellibylsins Jeanne sem olli þar miklum flóðum. Flóðavatn og eðja hamla víða hjálparstarfi, en á annað hundrað þúsund manns eru án matar og vatns. Fólkið neyðist til að drekka flóðavatnið, þar sem lík og hræ eru á floti. 23.9.2004 00:01
Líf Kenneths hangir á bláþræði Kenneth Bigley er sextíu og tveggja ára gamall Breti, sem er í haldi mannræningja í Írak. Þeir hóta að skera hann á háls, og enginn virðist geta gert nokkuð til að koma í veg fyrir það. Kenneth Bigley er síðasti gíslinn af þremur sem hópur mannræningja í Írak hefur í haldi. 23.9.2004 00:01
Kerry gagnrýnir draumaheim Bush John Kerry segir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hafi verið fenginn til að halda erindi á Bandaríkjaþingi í dag til þess að láta líta út fyrir að gangur mála í Írak sé í lagi. Reyndin sé hins vegar önnur, eins heyra megi af hermönnum á vettvangi og af skýrslum leyniþjónustunnar, CIA. 23.9.2004 00:01
Bush gefur ekkert eftir í Írak „Við munum ekki yfirgefa Írak," sagði Georg Bush í dag á fundi sem hann átti með Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks í dag. Bush sagði að gæfu Bandaríkjamenn eitthvað eftir eða jafnvel færu á brott, stefndi það öryggi landsins í verulaga hættu. „Mistækist okkur í Írak yrði það upphafið að löngu basli," sagði Bush einnig. 23.9.2004 00:01
Enn flýja sænskir fangar Tveir fangar ógnuðu starfsmönnum Mariefred fangelsisins með hnífi, tóku einn þeirra í gíslingu og lögðu síðan á flótta. Þetta er í þriðja skipti á jafn mörgum mánuðum sem fangar flýja úr sænskum fangelsum þrátt fyrir að allir fangarnir hafi dvalið í fangelsum þar sem öryggisgæsla er hvað mest. 23.9.2004 00:01
Barist um matvæli Til átaka kom sums staðar þegar Haítíbúar börðust um mat og drykkjarvatn, sem er af skornum skammti eftir að hitabeltisstormurinn Jeanne gekk yfir landið. Rúmlega 1.100 manns létust af völdum stormsins og 1.250 manns er enn saknað. Því má gera ráð fyrir að tala látinna hækki enn. 23.9.2004 00:01