Erlent

Gyðingar hallast að Kerry

George Bush gengur ekki nógu vel að fá Gyðinga á sitt band samkvæmt skoðanakönnunum. Í nýrri könnun frá samtökum Gyðinga í Bandaríkjunum kemur fram að 69% þeirra hyggjast kjósa John Kerry, frambjóðanda Demókrata, en aðeins 24% hyggjast kjósa Bush. Þó að Bush hafi aðeins fengið 19% atkvæða Gyðinga árið 2000 setti hann stefnuna á 30% nú og eru þetta honum því nokkur vonbrigði. Þó að Gyðingar séu aðeins 2% kjósenda í Bandaríkjunum mætir yfirgnæfandi meirihluti þeirra á kjörstað og þeir eru einnig fjölmennir í baráttufylkjunum Florida, Ohio og Pennsylvaníu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×