Erlent

Hraðskreiðasti vetnisbíll heims

Þýski bílaframleiðandinn BMW kynnti hraðskreiðasta vetnisbíl heims á bílasýningunni í París. Tegundin sem ber undirheitið H2R og getur náð meira en 300 kílómetra hraða á klukkustund. Burkhard Goeschel stjórnarmaður í BMW segir að framtíðin felist í vetni. Þess má geta að í dag og á morgun stendur yfir fundur framkvæmdanefndar alþjóðlegrar vetnisnefndar í Reykjavík. Fimmtán þjóðir standa að nefndinni, en þar verður aðlallega rætt um menntun og alþjóðatengsl á sxviði vetnisþróunar sem og ýmis vetnisverkefni víða um heiminn, þróunina og árangur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×