Erlent

Vandræði á Haiti

Íbúar Haítí glíma við eftirmála fellibylsins Jeanne sem olli þar miklum flóðum. Flóðavatn og eðja hamla víða hjálparstarfi, en á annað hundrað þúsund manns eru án matar og vatns. Fólkið neyðist til að drekka flóðavatnið, þar sem lík og hræ eru á floti. Óttast er að 1800 manns hafi týnt lífi í flóðunum sem fylgdu, og að hluta þess fólks hafi skolað út á haf. Ástandið í landinu er vægast sagt skelfilegt, lík hrannast upp og hjálparstarfsmenn neyðast til að urða þau í fjöldagröfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×