Erlent

Hitti hann óvininn?

Samtök fyrrverandi stríðsmanna í Bandaríkjunum, sem í síðasta mánuði stóðu fyrir umdeildum auglýsingum til stuðnings George Bush, eru enn við sama heygarðshornið. Nú ætla samtökin að eyða um hundrað milljónum króna í auglýsingar þar sem leitt verður að því líkum að John Kerry hafi hitt leiðtoga Vietnama á meðan á stríðinu þar stóð. Í auglýsingunni segir að John Kerry hafi líkt og leikkonan Jane Fonda gerst sekur um að hitta óvininn á meðan á stríðinu stóð, en ólíkt Fonda hafi Kerry aldrei beðist afsökunar á þessu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×