Erlent

Mihajlovich fluttur

Mihajlo Míhajlovich, maðurinn sem myrti Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, var í nótt fluttur í skyndi frá réttargeðdeild á Huddinge-sjúkrahúsinu til annarar réttargeðdeildar. Ástæðan er sú að læknar óttuðust um öryggi hans og töldu líklegt að honum yrði sýnt banatilræði á sjúkrahúsinu. Réttargeðdeildin, sem hann er nú á er sú öruggasta í Svíþjóð, og hermt að þar komist menn hvorki inn né út vandræðalaust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×