Erlent

Manntjón af völdum Jeanne

175 þúsund manns urðu fyrir barðinu á fellibylnum Jeanne þegar hann gekk yfir Haítí. Ástandið í landinu er vægast sagt skelfilegt, lík hrannast upp og hjálparstarfsmenn neyðast til að urða þau í fjöldagröfum. Það er meginverkefni hjálparstarfsmannanna auk þess sem þeir dreifa matvælum til tugþúsunda sem hafa hvorki vott né þurrt. Jeanne stefnir nú á ný í átt að Bahama-eyjum og þaðan að suðausturströnd Bandaríkjanna, þar sem við henni er búist jafnvel um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×