Erlent

Allawi segir Írak á réttri leið

Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hélt ræðu á Bandaríkjaþingi í dag, þar sem hann sagði að lýðræði væri að komast á í landinu. Þrátt fyrir vandamál undanfarið og aftöku tveggja gísla væri ætlunarverkið á réttri leið. Allawi sagði meirihluta Íraka afar þakkláta fyrir að Saddam Hussein hafi verið komið frá völdum og leið landsmanna lægi upp á við. Hann sagði að ákvörðun Bandaríkjamanna að fara inn í Írak hafi verið erfið, en jafnframt rétt ákvörðun. Loks sagði Allawi að aldrei væri rétt að semja við mannræningja og það yrði ekki gert nú fremur en endranær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×