Erlent

Olían hækkar enn

Olíuverð hækkaði enn á ný í gær og var komið yfir 48 dollara á fatið áður en lokað var á markaði í gær. Síðan lækkaði verðið rétt niður fyrir 48 dollara. Þetta gerðist þegar orkumálaráðuneytið staðfesti að gengið hefði á eldsneytisbirgðir í kjölfar fjölda fellibylja undanfarnar vikur. Bylirnir höfðu einnig áhrif á olíuframleiðslu á Mexíkó-flóa. Veðurfræðingar segja að fellibylurinn Ívan, sem hafði mest áhrifin, sé enn á kreiki og sæki raunar í sig veðrið enn á ný í norðanverðum Mexíkóflóanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×