Erlent

Breski gíslinn grátbiður Blair

Breski gíslinn, sem mannræningjar í Írak hóta að skera á háls, grátbiður Tony Blair um að þyrma lífi sínu á myndbandsupptöku sem birt var á íslamskri netsíðu í nótt. Kenneth Bigley er síðasti gíslinn af þremur í haldi sömu mannræningja, en hinir tveir hafa þegar verið drepnir. Hann endurtók í sífellu að hann vildi ekki deyja í Írak. Í morgun lýstu bresk yfirvöld því yfir, að þau semdu ekki við hryðjuverkamenn og mannræningja. Mannræningjar, sem héldu tveimur ítölskum konum í gíslingu sinni, segjast nú hafa drepið þær, þar sem ítölsk stjórnvöld hafi ekki orðið við kröfum um að kalla hersveitir sínar heim frá Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×