Erlent

Handteknir vegna mengunar

Sex stjórnendur og starfsmenn bandarísks námufyrirtækis hafa verið handteknir í Indónesíu vegna rannsóknar á því hvort fyrirtækið hafi hent hættulegum úrgangi í sjó með þeim afleiðingum að íbúar í nágrenninu veiktust. Íbúar á eynni Sulawesi segja fyrirtækið henda arsenik- og kvikasilfursmenguðum úrgangi í hafið. Stjórnendur fyrirtækisins neita öllum ásökunum og heita fullu samstarfi við yfirvöld. Þá hafa bandarískir sendiráðsstarfsmenn mótmælt handtöku mannanna, sem þeir segja óþarfa þar sem fyrirtækið hafi svarað öllum spurningum yfirvalda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×