Erlent

Enn flýja sænskir fangar

Tveir fangar ógnuðu starfsmönnum Mariefred fangelsisins með hnífi, tóku einn þeirra í gíslingu og lögðu síðan á flótta. Þetta er í þriðja skipti á jafn mörgum mánuðum sem fangar flýja úr sænskum fangelsum þrátt fyrir að allir fangarnir hafi dvalið í fangelsum þar sem öryggisgæsla er hvað mest. Báðir fangarnir hafa gerst sekir um ofbeldisbrot og sagt er að annar þeirra hafi verið dæmdur fyrir morð, það vildi lögregla þó ekki staðfesta. Ekkert hefur sést til þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×