Fleiri fréttir

Ég bið ykkur um að sýna miskunn

Ættingjar Kenneth Bigley, breska gíslsins sem haldið er föngnum í Írak, róa nú lífróður í von um að sjá hann aftur heilan á húfi. Kona hans grátbændi mannræningjana um að hlífa honum og senda hann aftur til sín og bróðir hans skammaði Bandaríkjamenn fyrir að grafa undan möguleikum á að bjarga lífi hans.

Rannsaka ríkisreikning Grikkja

Evrópusambandið ætlar að láta rannsaka bókhaldsaðferðir grískra stjórnvalda. Ástæðan er sú að í ljós kom að útreikningar þeirra á fjárlagahalla síðustu ára voru fjarri lagi svo nam milljörðum evra, andvirði hundraða milljarða króna.

Neitað um lýðréttindi

Ríkisborgarar Evrópusambandsins fá að greiða atkvæði í sveitarstjórnarkosningum en ekki nær 500 þúsund landsmenn af rússneskum uppruna sem hafa árum saman búið í Lettlandi, samkvæmt lögum sem lettneska þingið hefur nýverið samþykkt.

Auknar líkur á aðild Tyrkja

Líkur á að Evrópusambandið hefji aðildarviðræður við Tyrki þykja heldur hafa aukist eftir fund Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, og Günther Verheugen, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Bush segir CIA með getgátur

Bush Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir nýlega skýrslu bandaríski leyniþjónustunnar CIA um ástandið í Írak. Þar segir meðal annars að hætta sé á borgarastríðið og að ástandið fari hríðversnandi.

Annar gísl drepinn

Mannræningjar, sem héldu þremur gíslum í haldi, segjast nú hafa drepið einn þeirra, en annar var drepinn sólarhring áður. Annar tveggja kvenvísindamanna, sem eru í haldi Bandaríkjahers, verður hugsanlega sleppt í dag, en það er meginkrafa mannræningjanna.

Bannað að blóta í Belgorod

Það er bannað að blóta í Belgorod í Rússlandi. Yfirvöld eru á því að ungt fólk sé of kjaftfort og hafa því lagt blátt bann við bölvi og ragni, einkum fyrir framan eldra fólk. Sekt liggur við broti á þessum reglum, og eru þeir sem gómaðir eru sektaðir um 4 þúsund krónur.

Vatsnflaumur í Þrándheimi

Mikið vatnsveður hefur geysað í Þrándheimi í Noregi og þar í grennd og þurftu slökkviliðsmenn að bjarga nokkrum fjölskyldum út úr húsum þeirra í nóttt. Skemmdir hafa orðið á samgöngumannvirkjum og vatnsflaumurinn hefur hrifið með sér bíla og hjólhýsi. Þá hefur vatnið umlukið stóran hestabúgarð í grennd bæjarins og í morgun stóðu hrossin þar upp í hné á stöllum sínum.

Olíuverð í hámarki

Olíuverð hefur nú enn á ný náð metverði, og var í gær rétt undir 47 dollurum á fatið þegar lokað var á markaði. Þetta er hæsta verð á olíufatinu í meira en mánuð. Ástæður hækkunarinnar munu einkum vera mikil eldsneytisþörf Kína sem og trú olíukaupmanna að olíubirgðir í Bandaríkjunum séu mjög litlar vegna fellibylja sem gengið hafa yfir undanfarið

Verkföll á flugvöllum í Bretlandi

Truflanir gætu orðið á flugi til og frá Bretlandi á næstu dögum, þar sem starfsmenn flugvalla hafa tilkynnt um verkföll á næstu dögum. Á Heathrow ætla starfsmenn sem sjá um að dæla bensíni á flugvélar fjöldamargra flugvéla að leggja niður störf. 

Ólöglegt verkfall

Dómstóll í Ísrael komst fyrir stundu að þeirri niðurstöðu, að um 400 þúsund opinberir starfsmenn, sem verið hafa í verkfalli, skyldu snúa aftur til starfa sinna. Verkfallið hófst fyrir tveimur dögum og lamaði alla flugumferð. Loka varð fjármálamörkuðum og opinberar stofnanir voru flestar óstarfhæfar.

11 látnir í bílsprengingu

Ellefu eru fundnir látnir eftir öfluga bílsprengju fyrir utan veitingahús i Bagdad í morgun og að minnstakosti 40 slösuðust. Mikið eignatjón varð í grenndinni en þetta er fjölfarið verslanasvæði. Nokkrir bílar þeyttust meðal annars á hvolf.

Eiginkonan laðaðist að fanga

Fangelsisyfirvöld í Noregi rannsaka nú mál eiginkonu fangelsisstjóra, en hún starfaði að mannúðarmálum innan fangelsisins sem eignmaður hennar stjórnaði. Í sumar tókust ástir með konunni og fanga sem afplánar 11 dóma í fanglesinu fyrir ýmis afbrot síðustu 10 árin. Konan hefur nú verið leyst frá störfum og er auk þess flutt frá fangelsisstjórnanum.

Fólk nennir ekki að prófa Atkins

Þrátt fyrir meintar vinsældir Atkins-kúrsins og annara kolvetnasnauðra kúra hafa einungis 13% Breta reynt slíka kúra og aðeins 3% snætt slíkt fæði til frambúðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun í Bretlandi, sem náði til 1000 manna. 

Olíuverð í hámarki

Olíuverð hefur nú enn á ný náð metverði, og var í gær rétt undir 47 dollurum á fatið þegar lokað var á markaði. Þetta er hæsta verð á olíufatinu í meira en mánið. Ástæður hækkunarinnar munu einkum vera mikil eldsneytisþörf Kína sem og trú olíukaupmanna að olíubirgðir í Bandaríkjunum séu mjög litlar vegna fellibylja sem gengið hafa yfir undanfarið

1600 látnir á Haiti?

Óttast er að allt að sextán hundruð manns hafi farist þegar fellibylurinn Jeanne gekk yfir Haítí, þar af fjölmörg börn. Neyðarástand er í landinu og segja talsmenn hjálparstofnana bráðnauðsynlegt að bregðast þegar í stað við.

Lestir stöðvast vegna berjatínslu

Lestir á fjölfarinni leið í Þýskalandi stöðvust í fjórar klukkustundir í morgun í kjölfar neyðarstöðvunnar lestarstjóra. Hann taldi, að maður sem var í hnipri nálægt lestarteinunum ætlaði að fremja sjálfsmorð með því að stökkva fyrir lestina.

11 látnir og tveir gíslar að auki

Ellefu fórust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í morgun og fjöldi særðist. Mannræningjar, sem héldu tveimur Bandaríkjamönnum og Breta í haldi, segjast hafa drepið Bandaríkjamennina.

Verhofstadt í árekstri

Forsætisráðherra Belgíu, Guy Verhofstadt, var í dag fluttur á spítala eftir harðan árekstur. Hann er þó ekki í lífshættu að sögn fjölmiðla í Belgíu. Verhfofstadt var á leiðinni heim til sín í Ghent, þegar slysið átti sér stað, en hann var að koma frá miklum fundarhöldum í Brussel, þar sem til umræðu voru fyrirætlanir DHL-hraðþjónustufyrirtækisins um að auka umsvif sín í Brussel.

Líkið fundið?

Lík án höfuðs hefur fundist í Baghdad og er talið að það sé af öðrum Bandaríkjamannanna sem mannræningjar í Írak segjast hafa líflátið í gær. Líkið fannst í svörtum plastpoka á svipuðum slóðum og lík hins Bandaríkjamannsins fannst.

Karlmenn gera kröfur

Karlmenn vilja að konur séu í góðu formi....jafnvel þó að þeir sjálfir séu ekki upp á það grennsta. Meira en tveir þriðju hlutar karla í Bretlandi vilja að konur hgusi um útlitið, en minna en helmingur telur rétt að sömu kröfur séu gerðar til karlmanna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun.

Blair undir þrýstingi

Stjórnmálaskýrendur segja Tony Blair undir mikilum þrýstingi eftir að mannræningjar í Írak tóku breskan mann í gíslingu og hóta honum lífláti. Þrátt fyrir að Blair hafi sjálfur hringt í fjölskyldu gíslsins í gær, hefur fjölskylda hans gagnrýnt Blair harðlega fyrir stefnu hans í Íraksstríðinu.

Sjálfsmorðsárás í Jerúsalem

Að minnsta kosti einn er látinn eftir sjálfsmorðsárás í Jerúsalem í Ísrael, sem átti sér stað fyrir stundu. Palestínsk kona sprengdi sig í loft upp með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust að sögn lögreglu.

Kvenföngunum ekki sleppt?

Það virðist á reiki hvort kvenföngunum tveim sem mannræningjar í Írak fara fram á að verði látnar lausar, verði haldið áfram eða sleppt. Talsmenn Bandaríkjamanna í Írak hafa neitað því að til standi að sleppa konunum tveim, þrátt fyrir að mannræningjarnir hóti að lífláta Breta sem er í haldi þeirra.

ESB ætlar að herða vinnulöggjöf

Evrópusambandið hyggst herða reglur um hámarksvinnutíma innan landa sambandsins. Sem stendur er hámarksvinnutími 48 stundir á viku, en þó hefur verið hægt að fara á sveig við það hingað til. Nú þarf hins vegar samþykki bæði starfsmanns og stéttarfélags til þess að lengja vinnuvikuna ef hugmyndir framkvæmdastjórnar ESB verða að veruleika.

Tveir látnir í Jerúsalem

Þegar hafa tveir látist af völdum sprengingarinnar í Jerúsalem fyrr í dag. Þá særðust 15 í sprengingunni, sem var sjálfsmorðsárás ef hendi palestínskrar konu.

Heimsmet í sporðdrekasambúð

Kona frá Malasíu, hefur slegið heimsmet í sambýli með sporðdrekum. Nur Malena Hassan, sem kölluð er sporðdrekadrottningin hefur dvalið 33 daga í glerbúri ásamt 6 þúsund sporðdrekum. Þrátt fyrir að hafa ítrekað verið bitin af drekunum ætlar Hassan sér að dvelja þrjá daga til viðbótar í félagsskap skridýranna.

Enn ein árásin í Írak

Enn á ný varð gerð sjálfsmorðsárás í miðborg Bagdad í morgun, en í þetta skipti virðist skotmarkið hafa verið röð umsækjenda um störf hjá öryggissveitum Íraks. Þeir stóðu í röð til að láta ljósrita skilríki sín þegar bílsprengja sprakk. Fólk þeyttist í loft upp og tíu bílar brunnu til ösku. Ellefu fórust og fjöldi særðist.

Jeanne aftur til Bandaríkjanna?

Fellibylurinn Jeanne gæti lagt leið sína aftur til Bandaríkjanna um helgina að mati veðurfræðinga vestanhafs. Veðurfræðingar í Miami hafa varað íbúa frá Florida að Maryland við því að bylurinn, sem geysist um með 90 km hraða á klukkustund, gæti náð Suðurströnd Bandaríkjanna um helgina.

11 Afgönum sleppt

11 Afgönum var í dag sleppt úr fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu, eftir að hafa verið þar í haldi í þrjú ár. Grunur lék á að þeir tengdust Talibönum, en svo reyndist ekki vera. Fangarnir fyrrverandi sögðust við komuna til Afganistans telja að bæta ætti þeim skaðann. Þeir sögðust ekki hafa sætt illri meðferð.

Kanadískri konu sleppt

Kanadískri konu, sem verið hefur í haldi mannræningja í Írak í tvær vikur, var sleppt í dag. Hún er nú í umsjá bandaríska hersins í Írak, að sögn Pierre Pettigrew utanríkisráðherra Kanada. Ekki hafði verið tilkynnt um að henni hefði verið rænt, en að sögn utanríkisráðherrans vissu menn engu að síður af því og hefur verið unnið að frelsun hennar. Hann sagði að ránið á konunni hefði ekki verið gert opinbert, að ósk fjölskyldu hennar. Konan er starfsmaður kanadísks fyrirtækis og var á vegum þess í Írak.

Tveir létust í sjálfsmorðsárás

Tveir létust þegar kona gerði sjálfsmorðsárás nærri vinsælli stoppistöð ferðalanga í Jerúsalem síðdegis, en skammt þar frá er eftirlitsstöð Ísraelshers. 15 slösuðust, þar á meðal börn. Þetta er fyrsta sjálfsmorðsárásin í Jerúsalem í sjö mánuði. Al-Aksa herdeildin, sem er hluti af Fatah-hreyfingu Jassirs Arafats, lýsti tilræðinu á hendur sér.

Úthúðar Evrópusambandinu

Bretland, Danmörk og fleiri ríki sætta sig ekki við alræðisvaldið sem ný, evrópsk stjórnarskrá færir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, að mati Dans Hannans, bresks þingmanns á Evrópuþinginu. Hann telur líklegt að ríkin kjósi fremur svipuð tengsl við Sambandið og ríkin á Evrópska efnahagssvæðinu.

Gísl biðlaði til Blair

"Herra Blair. Þér er ég ekkert, bara einn af íbúum Bretlands, ekkert meir, með fjölskyldu eins og þú, eins og fjölskyldan þín, eins og börnin þín, strákarnir þínir og konan þín," sagði Kenneth Bigley, breskur gísl í Írak þegar hann leitaði ásjár Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. "Þú getur hjálpað mér, ég veit þú getur hjálpað mér," sagði hann snöktandi.

Erdogan má búast við gagnrýni

Búist er við því að Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, fái vænan skammt af gagnrýni þegar hann fundar með forystumönnum Evrópusambandsins í dag. Erdogan ræðir við forystumenn Evrópusambandsins um möguleika Tyrklands á að fá aðild að sambandinu en efasemdir eru uppi um hvort Tyrkir uppfylli skilyrði fyrir aðild.

Þrjú létust í sjálfsmorðsárás

Tveir ísraelskir landamæraverðir létu lífið og sextán manns særðust þegar nítján ára palestínsk stúlka sprengdi sjálfa sig í loft upp á fjölförnum gatnamótum í Jerúsalem.

Síðbúin lausn

Egypski klerkurinn Nashaat Ibrahim er laus úr haldi, tveimur árum eftir að dómstóll úrskurðaði hann saklausan af þeim ákærum sem hann var handtekinn fyrir.

Fjórir lögreglubílar í árekstri

Umferðarteppa myndaðist þegar fjórir lögreglubílar lentu í árekstri á hraðbraut í norðurhluta Englands. Engir fólksbílar eða flutningabílar komu við sögu í árekstrinum utan þeirra hundraða bíla sem stöðvuðust í umferðinni meðan verið var að hreinsa upp á vettvangi og losa einn lögreglumanninn úr bíl sínum með klippum.

Heilaskaði banaði Rauða baróninum

Tæpum níu áratugum eftir að frægasti flugkappi fyrri heimsstyrjaldar lést telja tveir bandarískir fræðimenn sig hafa fundið orsökina að því að Manfred von Richtofen, sem lengi virtist ósigrandi, lét lífið í bardaga.

Æsispennandi kosningar framundan

Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum ráðast af því hvernig kjósendur í Flórída og Arkansas greiða atkvæði, að því er segir í kosningaspá Zogby-fyrirtækisins sem kannar fylgi forsetaframbjóðendanna eftir ríkjum Bandaríkjanna.

Þjálfa íraska hermenn nærri Bagdad

Ríki Atlantshafsbandalagsins hafa komist að samkomulagi um að senda 300 herforingja til Íraks til að setja á fót og reka herskóla í nágrenni höfuðborgarinnar Bagdad. Fyrir höfðu 40 leiðbeinendur verið sendir til Íraks en ekki var hægt að ráðast í frekari aðgerðir þar sem Frakkar stóðu, þar til í gær, á móti því.

Öryggisstofnanir fá aukin völd

Stofnanir sem berjast gegn hryðjuverkum fá aukin völd, samkvæmt nýrri og viðamikilli áætlun sem neðri deild rússneska þingsins samþykkti á fundi sínum í gær. Enn fremur verður hægt að refsa embættismönnum sem bregðast í því að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir.

Fyrsta jarðgasvirkjun Noregs

Norsk Hydro og Statkraft ætla að byggja umdeilda raforkuvirkjun sem notar jarðgas við rafmagnsframleiðsluna. Andstæðingar óttast að Noregur standist ekki skuldbindingar sínar gagnvart Kyoto-samkomulaginu vegna virkjunarinnar. </font /></b />

40 miljónir sparast á dag

Sveitarfélögin spara um fjörutíu milljónir króna í launagreiðslur á dag vegna verkfalls rúmlega fjögur þúsund kennara. Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara og skólastjóra á þessu ári var áætlaður 16,2 milljarðar króna, en ljóst er að hann lækkar eftir því sem verkfallið dregst á langinn.

60 mínútur draga frétt til baka

Sjónvarpsstöðin CBS hefur dregið til baka umdeilda frétt sem birt var í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur. Þar var fjallað um herþjónustu George Bush Bandaríkjaforseta og sagt að hann hefði komið sér undan herþjónustu í Víetnam og að faðir hans hafi tryggt honum sérmeðferð.

Sjá næstu 50 fréttir