Erlent

Haiti þarf hjálp

Koma verður íbúum Haití til hjálpar þegar í stað. Matar- og vatnsskortur ógnar lífi þeirra sem lifðu fellibylinn Jeanne og flóð í kjölfarið. 175 þúsund manns urðu fyrir barðinu á fellibylnum Jeanne þegar hún gekk yfir Haítí. Ástandið í landinu er vægast sagt skelfilegt, lík hrannast upp og hjálparstarfsmenn neyðast til að urða þau í fjöldagröfum. Óttast er að 1800 manns hafi týnt lífi í flóðunum sem fylgdu, og að hluta þess fólks hafi skolað út á haf. Hjálparstarfsmenn keppast við að koma matvælum og hreinu vatni til þeirra sem þurfa á aðstoða að halda. Á annað hundrað þúsund eru sagðir án vatns og matar. Eina vatnið sem fólk kemst í er flóðavatnið, sem þar sem lík og hræ fljóta um. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær til þess að alþjóðasamfélagið tæki við sér og rétti hjálparhönd. Jeanne stefnir nú á ný í átt að Bahama-eyjum og þaðan að suðausturströnd Bandaríkjanna, þar sem við henni er búist jafnvel um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×