Erlent

Hlýða ekki mannræningjum

Ríkisstjórnir Bretlands og Írak segjast ekki ætla að láta að kröfum mannræningja, þrátt fyrir myndband frá breska gíslinum Kenneth Bigley, þar sem hann grátbiður Tony Blair um að hjálpa sér. Nú hefur Iyad Allawi forsætisráðherra Bretlands lýst því yfir að hann ætli ekki að láta kvenfangana tvo lausa, sem mannræningjar fara fram á að verði leystir úr haldi. Líf Bigley hangir því enn á bláþræði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×