Erlent

Barist um matvæli

Til átaka kom sums staðar þegar Haítíbúar börðust um mat og drykkjarvatn, sem er af skornum skammti eftir að hitabeltisstormurinn Jeanne gekk yfir landið. Rúmlega 1.100 manns létust af völdum stormsins og 1.250 manns er enn saknað. Því má gera ráð fyrir að tala látinna hækki enn. Um 250.000 manns misstu heimili sín af völdum fárviðrisins og flóða sem fylgdu því. Unnið var að því í gær að grafa lík fórnarlamba stormsins í fjöldagröfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×