Fleiri fréttir Haiti þarf hjálp Koma verður íbúum Haití til hjálpar þegar í stað. Matar- og vatnsskortur ógnar lífi þeirra sem lifðu fellibylinn Jeanne og flóð í kjölfarið. 23.9.2004 00:01 GSM sem finnur lykt Þýskt farsímafyrirtæki hyggst kynna nýstárlega farsíma sem geta greint og bent notendum á þegar þeir eru andfúlir eða lykta illa af svitalykt. Talsmenn fyrirtækisins segja að örlítil flaga sjái um þessar lyktarrannsóknir. 23.9.2004 00:01 Hlýða ekki mannræningjum Ríkisstjórnir Bretlands og Írak segjast ekki ætla að láta að kröfum mannræningja, þrátt fyrir myndband frá breska gíslinum Kenneth Bigley, þar sem hann grátbiður Tony Blair um að hjálpa sér. 23.9.2004 00:01 Erdogan þrýstir á ESB Forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, er kominn til Brussel, til þess að þrýsta á Evrópusambandið að hefja aðildarviðræður við Tyrki. Hingað til hefur Evrópusambandið lýst því yfir að Tyrkir þurfi að bæta refsilöggjöf sína og mannréttindamál til þess að eiga þess kost að hefja aðildarviðræður að sambandinu. 23.9.2004 00:01 Gyðingar hallast að Kerry George Bush gengur ekki nógu vel að fá Gyðinga á sitt band samkvæmt skoðanakönnunum. Í nýrri könnun frá samtökum Gyðinga í Bandaríkjunum kemur fram að 69% þeirra hyggjast kjósa John Kerry, frambjóðanda Demókrata, en aðeins 24% hyggjast kjósa Bush. 23.9.2004 00:01 Allawi segir Írak á réttri leið Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hélt ræðu á Bandaríkjaþingi í dag, þar sem hann sagði að lýðræði væri að komast á í landinu. Þrátt fyrir vandamál undanfarið og aftöku tveggja gísla væri ætlunarverkið á réttri leið. 23.9.2004 00:01 Tímamót í Frakklandi Franskur dómstóll kvað í dag upp tímamótadóm þar sem lesbískt par er úrskurðað sameiginlegir foreldrar barna þeirra. Konurnar eiga þrjár dætur sem önnur þeirra gekk með eftir tæknifrjóvgun, en hin konan hefur ekki talist foreldri barnanna. 23.9.2004 00:01 Hraðskreiðasti vetnisbíll heims Þýski bílaframleiðandinn BMW kynnti hraðskreiðasta vetnisbíl heims á bílasýningunni í París. Tegundin sem ber undirheitið H2R og getur náð meira en 300 kílómetra hraða á klukkustund. Burkhard Goeschel stjórnarmaður í BMW segir að framtíðin felist í vetni. 23.9.2004 00:01 Vandræði á Haiti Íbúar Haítí glíma við eftirmála fellibylsins Jeanne sem olli þar miklum flóðum. Flóðavatn og eðja hamla víða hjálparstarfi, en á annað hundrað þúsund manns eru án matar og vatns. Fólkið neyðist til að drekka flóðavatnið, þar sem lík og hræ eru á floti. 23.9.2004 00:01 Líf Kenneths hangir á bláþræði Kenneth Bigley er sextíu og tveggja ára gamall Breti, sem er í haldi mannræningja í Írak. Þeir hóta að skera hann á háls, og enginn virðist geta gert nokkuð til að koma í veg fyrir það. Kenneth Bigley er síðasti gíslinn af þremur sem hópur mannræningja í Írak hefur í haldi. 23.9.2004 00:01 Kerry gagnrýnir draumaheim Bush John Kerry segir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hafi verið fenginn til að halda erindi á Bandaríkjaþingi í dag til þess að láta líta út fyrir að gangur mála í Írak sé í lagi. Reyndin sé hins vegar önnur, eins heyra megi af hermönnum á vettvangi og af skýrslum leyniþjónustunnar, CIA. 23.9.2004 00:01 Bush gefur ekkert eftir í Írak „Við munum ekki yfirgefa Írak," sagði Georg Bush í dag á fundi sem hann átti með Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks í dag. Bush sagði að gæfu Bandaríkjamenn eitthvað eftir eða jafnvel færu á brott, stefndi það öryggi landsins í verulaga hættu. „Mistækist okkur í Írak yrði það upphafið að löngu basli," sagði Bush einnig. 23.9.2004 00:01 Enn flýja sænskir fangar Tveir fangar ógnuðu starfsmönnum Mariefred fangelsisins með hnífi, tóku einn þeirra í gíslingu og lögðu síðan á flótta. Þetta er í þriðja skipti á jafn mörgum mánuðum sem fangar flýja úr sænskum fangelsum þrátt fyrir að allir fangarnir hafi dvalið í fangelsum þar sem öryggisgæsla er hvað mest. 23.9.2004 00:01 Barist um matvæli Til átaka kom sums staðar þegar Haítíbúar börðust um mat og drykkjarvatn, sem er af skornum skammti eftir að hitabeltisstormurinn Jeanne gekk yfir landið. Rúmlega 1.100 manns létust af völdum stormsins og 1.250 manns er enn saknað. Því má gera ráð fyrir að tala látinna hækki enn. 23.9.2004 00:01 Hvetja til refsiaðgerða Eina leiðin til að stöðva ógnaröldina í Darfur er að Sameinuðu þjóðirnar beiti Súdan viðskiptaþvingunum eða öðrum refsiaðgerðum, sögðu forystumenn Frelsishers Súdans, helstu uppreisnarhreyfingarinnar sem starfar í vesturhluta Súdans. 23.9.2004 00:01 1200 fjölskyldur flýðu heimili sín Rúmlega 1.200 norður-írskar fjölskyldur flýðu heimili sín í fyrra af ótta við árásir kaþólikka eða mótmælenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu stofnunar sem sér um að aðstoða fórnarlömb átaka við að finna sér nýtt heimili. 23.9.2004 00:01 Sex féllu í skotbardögum Þrír palestínskir vígamenn skutu þrjá ísraelska hermenn til bana áður en þeir féllu sjálfir fyrir skotum hermanna í gærmorgun. Vígamennirnir höfðu læðst inn á ísraelska varðstöð við landnemabyggðina Morag á sunnanverðu Gaza-svæðinu og hafið skothríð á hermenn. 23.9.2004 00:01 900 handteknir vegna barnakláms Rúmlega 900 manns hafa verið handteknir í tíu löndum vegna fjölþjóðlegrar rannsóknar á heimasíðum sem selja aðgang að barnaklámi. Alls tók rannsóknin til 120 landa áður en yfir lauk. 23.9.2004 00:01 Bush með forskot en Kerry sækir á George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur naumt forskot á helsta keppinaut sinn, John Kerry, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CBS og dagblaðsins Wall Street Journal. Samkvæmt könnuninni kysu 48 prósent Bush, 45 prósent Kerry og tvö prósent óháða frambjóðandann Ralph Nader. 23.9.2004 00:01 Ég bið ykkur um að sýna miskunn Ættingjar Kenneth Bigley, breska gíslsins sem haldið er föngnum í Írak, róa nú lífróður í von um að sjá hann aftur heilan á húfi. Kona hans grátbændi mannræningjana um að hlífa honum og senda hann aftur til sín og bróðir hans skammaði Bandaríkjamenn fyrir að grafa undan möguleikum á að bjarga lífi hans. 23.9.2004 00:01 Rannsaka ríkisreikning Grikkja Evrópusambandið ætlar að láta rannsaka bókhaldsaðferðir grískra stjórnvalda. Ástæðan er sú að í ljós kom að útreikningar þeirra á fjárlagahalla síðustu ára voru fjarri lagi svo nam milljörðum evra, andvirði hundraða milljarða króna. 23.9.2004 00:01 Neitað um lýðréttindi Ríkisborgarar Evrópusambandsins fá að greiða atkvæði í sveitarstjórnarkosningum en ekki nær 500 þúsund landsmenn af rússneskum uppruna sem hafa árum saman búið í Lettlandi, samkvæmt lögum sem lettneska þingið hefur nýverið samþykkt. 23.9.2004 00:01 Auknar líkur á aðild Tyrkja Líkur á að Evrópusambandið hefji aðildarviðræður við Tyrki þykja heldur hafa aukist eftir fund Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, og Günther Verheugen, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 23.9.2004 00:01 Bush segir CIA með getgátur Bush Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir nýlega skýrslu bandaríski leyniþjónustunnar CIA um ástandið í Írak. Þar segir meðal annars að hætta sé á borgarastríðið og að ástandið fari hríðversnandi. 22.9.2004 00:01 Annar gísl drepinn Mannræningjar, sem héldu þremur gíslum í haldi, segjast nú hafa drepið einn þeirra, en annar var drepinn sólarhring áður. Annar tveggja kvenvísindamanna, sem eru í haldi Bandaríkjahers, verður hugsanlega sleppt í dag, en það er meginkrafa mannræningjanna. 22.9.2004 00:01 Bannað að blóta í Belgorod Það er bannað að blóta í Belgorod í Rússlandi. Yfirvöld eru á því að ungt fólk sé of kjaftfort og hafa því lagt blátt bann við bölvi og ragni, einkum fyrir framan eldra fólk. Sekt liggur við broti á þessum reglum, og eru þeir sem gómaðir eru sektaðir um 4 þúsund krónur. 22.9.2004 00:01 Vatsnflaumur í Þrándheimi Mikið vatnsveður hefur geysað í Þrándheimi í Noregi og þar í grennd og þurftu slökkviliðsmenn að bjarga nokkrum fjölskyldum út úr húsum þeirra í nóttt. Skemmdir hafa orðið á samgöngumannvirkjum og vatnsflaumurinn hefur hrifið með sér bíla og hjólhýsi. Þá hefur vatnið umlukið stóran hestabúgarð í grennd bæjarins og í morgun stóðu hrossin þar upp í hné á stöllum sínum. 22.9.2004 00:01 Olíuverð í hámarki Olíuverð hefur nú enn á ný náð metverði, og var í gær rétt undir 47 dollurum á fatið þegar lokað var á markaði. Þetta er hæsta verð á olíufatinu í meira en mánuð. Ástæður hækkunarinnar munu einkum vera mikil eldsneytisþörf Kína sem og trú olíukaupmanna að olíubirgðir í Bandaríkjunum séu mjög litlar vegna fellibylja sem gengið hafa yfir undanfarið 22.9.2004 00:01 Verkföll á flugvöllum í Bretlandi Truflanir gætu orðið á flugi til og frá Bretlandi á næstu dögum, þar sem starfsmenn flugvalla hafa tilkynnt um verkföll á næstu dögum. Á Heathrow ætla starfsmenn sem sjá um að dæla bensíni á flugvélar fjöldamargra flugvéla að leggja niður störf. 22.9.2004 00:01 Ólöglegt verkfall Dómstóll í Ísrael komst fyrir stundu að þeirri niðurstöðu, að um 400 þúsund opinberir starfsmenn, sem verið hafa í verkfalli, skyldu snúa aftur til starfa sinna. Verkfallið hófst fyrir tveimur dögum og lamaði alla flugumferð. Loka varð fjármálamörkuðum og opinberar stofnanir voru flestar óstarfhæfar. 22.9.2004 00:01 11 látnir í bílsprengingu Ellefu eru fundnir látnir eftir öfluga bílsprengju fyrir utan veitingahús i Bagdad í morgun og að minnstakosti 40 slösuðust. Mikið eignatjón varð í grenndinni en þetta er fjölfarið verslanasvæði. Nokkrir bílar þeyttust meðal annars á hvolf. 22.9.2004 00:01 Eiginkonan laðaðist að fanga Fangelsisyfirvöld í Noregi rannsaka nú mál eiginkonu fangelsisstjóra, en hún starfaði að mannúðarmálum innan fangelsisins sem eignmaður hennar stjórnaði. Í sumar tókust ástir með konunni og fanga sem afplánar 11 dóma í fanglesinu fyrir ýmis afbrot síðustu 10 árin. Konan hefur nú verið leyst frá störfum og er auk þess flutt frá fangelsisstjórnanum. 22.9.2004 00:01 Fólk nennir ekki að prófa Atkins Þrátt fyrir meintar vinsældir Atkins-kúrsins og annara kolvetnasnauðra kúra hafa einungis 13% Breta reynt slíka kúra og aðeins 3% snætt slíkt fæði til frambúðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun í Bretlandi, sem náði til 1000 manna. 22.9.2004 00:01 Olíuverð í hámarki Olíuverð hefur nú enn á ný náð metverði, og var í gær rétt undir 47 dollurum á fatið þegar lokað var á markaði. Þetta er hæsta verð á olíufatinu í meira en mánið. Ástæður hækkunarinnar munu einkum vera mikil eldsneytisþörf Kína sem og trú olíukaupmanna að olíubirgðir í Bandaríkjunum séu mjög litlar vegna fellibylja sem gengið hafa yfir undanfarið 22.9.2004 00:01 1600 látnir á Haiti? Óttast er að allt að sextán hundruð manns hafi farist þegar fellibylurinn Jeanne gekk yfir Haítí, þar af fjölmörg börn. Neyðarástand er í landinu og segja talsmenn hjálparstofnana bráðnauðsynlegt að bregðast þegar í stað við. 22.9.2004 00:01 Lestir stöðvast vegna berjatínslu Lestir á fjölfarinni leið í Þýskalandi stöðvust í fjórar klukkustundir í morgun í kjölfar neyðarstöðvunnar lestarstjóra. Hann taldi, að maður sem var í hnipri nálægt lestarteinunum ætlaði að fremja sjálfsmorð með því að stökkva fyrir lestina. 22.9.2004 00:01 11 látnir og tveir gíslar að auki Ellefu fórust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í morgun og fjöldi særðist. Mannræningjar, sem héldu tveimur Bandaríkjamönnum og Breta í haldi, segjast hafa drepið Bandaríkjamennina. 22.9.2004 00:01 Verhofstadt í árekstri Forsætisráðherra Belgíu, Guy Verhofstadt, var í dag fluttur á spítala eftir harðan árekstur. Hann er þó ekki í lífshættu að sögn fjölmiðla í Belgíu. Verhfofstadt var á leiðinni heim til sín í Ghent, þegar slysið átti sér stað, en hann var að koma frá miklum fundarhöldum í Brussel, þar sem til umræðu voru fyrirætlanir DHL-hraðþjónustufyrirtækisins um að auka umsvif sín í Brussel. 22.9.2004 00:01 Líkið fundið? Lík án höfuðs hefur fundist í Baghdad og er talið að það sé af öðrum Bandaríkjamannanna sem mannræningjar í Írak segjast hafa líflátið í gær. Líkið fannst í svörtum plastpoka á svipuðum slóðum og lík hins Bandaríkjamannsins fannst. 22.9.2004 00:01 Karlmenn gera kröfur Karlmenn vilja að konur séu í góðu formi....jafnvel þó að þeir sjálfir séu ekki upp á það grennsta. Meira en tveir þriðju hlutar karla í Bretlandi vilja að konur hgusi um útlitið, en minna en helmingur telur rétt að sömu kröfur séu gerðar til karlmanna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. 22.9.2004 00:01 Blair undir þrýstingi Stjórnmálaskýrendur segja Tony Blair undir mikilum þrýstingi eftir að mannræningjar í Írak tóku breskan mann í gíslingu og hóta honum lífláti. Þrátt fyrir að Blair hafi sjálfur hringt í fjölskyldu gíslsins í gær, hefur fjölskylda hans gagnrýnt Blair harðlega fyrir stefnu hans í Íraksstríðinu. 22.9.2004 00:01 Sjálfsmorðsárás í Jerúsalem Að minnsta kosti einn er látinn eftir sjálfsmorðsárás í Jerúsalem í Ísrael, sem átti sér stað fyrir stundu. Palestínsk kona sprengdi sig í loft upp með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust að sögn lögreglu. 22.9.2004 00:01 Kvenföngunum ekki sleppt? Það virðist á reiki hvort kvenföngunum tveim sem mannræningjar í Írak fara fram á að verði látnar lausar, verði haldið áfram eða sleppt. Talsmenn Bandaríkjamanna í Írak hafa neitað því að til standi að sleppa konunum tveim, þrátt fyrir að mannræningjarnir hóti að lífláta Breta sem er í haldi þeirra. 22.9.2004 00:01 ESB ætlar að herða vinnulöggjöf Evrópusambandið hyggst herða reglur um hámarksvinnutíma innan landa sambandsins. Sem stendur er hámarksvinnutími 48 stundir á viku, en þó hefur verið hægt að fara á sveig við það hingað til. Nú þarf hins vegar samþykki bæði starfsmanns og stéttarfélags til þess að lengja vinnuvikuna ef hugmyndir framkvæmdastjórnar ESB verða að veruleika. 22.9.2004 00:01 Tveir látnir í Jerúsalem Þegar hafa tveir látist af völdum sprengingarinnar í Jerúsalem fyrr í dag. Þá særðust 15 í sprengingunni, sem var sjálfsmorðsárás ef hendi palestínskrar konu. 22.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Haiti þarf hjálp Koma verður íbúum Haití til hjálpar þegar í stað. Matar- og vatnsskortur ógnar lífi þeirra sem lifðu fellibylinn Jeanne og flóð í kjölfarið. 23.9.2004 00:01
GSM sem finnur lykt Þýskt farsímafyrirtæki hyggst kynna nýstárlega farsíma sem geta greint og bent notendum á þegar þeir eru andfúlir eða lykta illa af svitalykt. Talsmenn fyrirtækisins segja að örlítil flaga sjái um þessar lyktarrannsóknir. 23.9.2004 00:01
Hlýða ekki mannræningjum Ríkisstjórnir Bretlands og Írak segjast ekki ætla að láta að kröfum mannræningja, þrátt fyrir myndband frá breska gíslinum Kenneth Bigley, þar sem hann grátbiður Tony Blair um að hjálpa sér. 23.9.2004 00:01
Erdogan þrýstir á ESB Forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, er kominn til Brussel, til þess að þrýsta á Evrópusambandið að hefja aðildarviðræður við Tyrki. Hingað til hefur Evrópusambandið lýst því yfir að Tyrkir þurfi að bæta refsilöggjöf sína og mannréttindamál til þess að eiga þess kost að hefja aðildarviðræður að sambandinu. 23.9.2004 00:01
Gyðingar hallast að Kerry George Bush gengur ekki nógu vel að fá Gyðinga á sitt band samkvæmt skoðanakönnunum. Í nýrri könnun frá samtökum Gyðinga í Bandaríkjunum kemur fram að 69% þeirra hyggjast kjósa John Kerry, frambjóðanda Demókrata, en aðeins 24% hyggjast kjósa Bush. 23.9.2004 00:01
Allawi segir Írak á réttri leið Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hélt ræðu á Bandaríkjaþingi í dag, þar sem hann sagði að lýðræði væri að komast á í landinu. Þrátt fyrir vandamál undanfarið og aftöku tveggja gísla væri ætlunarverkið á réttri leið. 23.9.2004 00:01
Tímamót í Frakklandi Franskur dómstóll kvað í dag upp tímamótadóm þar sem lesbískt par er úrskurðað sameiginlegir foreldrar barna þeirra. Konurnar eiga þrjár dætur sem önnur þeirra gekk með eftir tæknifrjóvgun, en hin konan hefur ekki talist foreldri barnanna. 23.9.2004 00:01
Hraðskreiðasti vetnisbíll heims Þýski bílaframleiðandinn BMW kynnti hraðskreiðasta vetnisbíl heims á bílasýningunni í París. Tegundin sem ber undirheitið H2R og getur náð meira en 300 kílómetra hraða á klukkustund. Burkhard Goeschel stjórnarmaður í BMW segir að framtíðin felist í vetni. 23.9.2004 00:01
Vandræði á Haiti Íbúar Haítí glíma við eftirmála fellibylsins Jeanne sem olli þar miklum flóðum. Flóðavatn og eðja hamla víða hjálparstarfi, en á annað hundrað þúsund manns eru án matar og vatns. Fólkið neyðist til að drekka flóðavatnið, þar sem lík og hræ eru á floti. 23.9.2004 00:01
Líf Kenneths hangir á bláþræði Kenneth Bigley er sextíu og tveggja ára gamall Breti, sem er í haldi mannræningja í Írak. Þeir hóta að skera hann á háls, og enginn virðist geta gert nokkuð til að koma í veg fyrir það. Kenneth Bigley er síðasti gíslinn af þremur sem hópur mannræningja í Írak hefur í haldi. 23.9.2004 00:01
Kerry gagnrýnir draumaheim Bush John Kerry segir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hafi verið fenginn til að halda erindi á Bandaríkjaþingi í dag til þess að láta líta út fyrir að gangur mála í Írak sé í lagi. Reyndin sé hins vegar önnur, eins heyra megi af hermönnum á vettvangi og af skýrslum leyniþjónustunnar, CIA. 23.9.2004 00:01
Bush gefur ekkert eftir í Írak „Við munum ekki yfirgefa Írak," sagði Georg Bush í dag á fundi sem hann átti með Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks í dag. Bush sagði að gæfu Bandaríkjamenn eitthvað eftir eða jafnvel færu á brott, stefndi það öryggi landsins í verulaga hættu. „Mistækist okkur í Írak yrði það upphafið að löngu basli," sagði Bush einnig. 23.9.2004 00:01
Enn flýja sænskir fangar Tveir fangar ógnuðu starfsmönnum Mariefred fangelsisins með hnífi, tóku einn þeirra í gíslingu og lögðu síðan á flótta. Þetta er í þriðja skipti á jafn mörgum mánuðum sem fangar flýja úr sænskum fangelsum þrátt fyrir að allir fangarnir hafi dvalið í fangelsum þar sem öryggisgæsla er hvað mest. 23.9.2004 00:01
Barist um matvæli Til átaka kom sums staðar þegar Haítíbúar börðust um mat og drykkjarvatn, sem er af skornum skammti eftir að hitabeltisstormurinn Jeanne gekk yfir landið. Rúmlega 1.100 manns létust af völdum stormsins og 1.250 manns er enn saknað. Því má gera ráð fyrir að tala látinna hækki enn. 23.9.2004 00:01
Hvetja til refsiaðgerða Eina leiðin til að stöðva ógnaröldina í Darfur er að Sameinuðu þjóðirnar beiti Súdan viðskiptaþvingunum eða öðrum refsiaðgerðum, sögðu forystumenn Frelsishers Súdans, helstu uppreisnarhreyfingarinnar sem starfar í vesturhluta Súdans. 23.9.2004 00:01
1200 fjölskyldur flýðu heimili sín Rúmlega 1.200 norður-írskar fjölskyldur flýðu heimili sín í fyrra af ótta við árásir kaþólikka eða mótmælenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu stofnunar sem sér um að aðstoða fórnarlömb átaka við að finna sér nýtt heimili. 23.9.2004 00:01
Sex féllu í skotbardögum Þrír palestínskir vígamenn skutu þrjá ísraelska hermenn til bana áður en þeir féllu sjálfir fyrir skotum hermanna í gærmorgun. Vígamennirnir höfðu læðst inn á ísraelska varðstöð við landnemabyggðina Morag á sunnanverðu Gaza-svæðinu og hafið skothríð á hermenn. 23.9.2004 00:01
900 handteknir vegna barnakláms Rúmlega 900 manns hafa verið handteknir í tíu löndum vegna fjölþjóðlegrar rannsóknar á heimasíðum sem selja aðgang að barnaklámi. Alls tók rannsóknin til 120 landa áður en yfir lauk. 23.9.2004 00:01
Bush með forskot en Kerry sækir á George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur naumt forskot á helsta keppinaut sinn, John Kerry, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CBS og dagblaðsins Wall Street Journal. Samkvæmt könnuninni kysu 48 prósent Bush, 45 prósent Kerry og tvö prósent óháða frambjóðandann Ralph Nader. 23.9.2004 00:01
Ég bið ykkur um að sýna miskunn Ættingjar Kenneth Bigley, breska gíslsins sem haldið er föngnum í Írak, róa nú lífróður í von um að sjá hann aftur heilan á húfi. Kona hans grátbændi mannræningjana um að hlífa honum og senda hann aftur til sín og bróðir hans skammaði Bandaríkjamenn fyrir að grafa undan möguleikum á að bjarga lífi hans. 23.9.2004 00:01
Rannsaka ríkisreikning Grikkja Evrópusambandið ætlar að láta rannsaka bókhaldsaðferðir grískra stjórnvalda. Ástæðan er sú að í ljós kom að útreikningar þeirra á fjárlagahalla síðustu ára voru fjarri lagi svo nam milljörðum evra, andvirði hundraða milljarða króna. 23.9.2004 00:01
Neitað um lýðréttindi Ríkisborgarar Evrópusambandsins fá að greiða atkvæði í sveitarstjórnarkosningum en ekki nær 500 þúsund landsmenn af rússneskum uppruna sem hafa árum saman búið í Lettlandi, samkvæmt lögum sem lettneska þingið hefur nýverið samþykkt. 23.9.2004 00:01
Auknar líkur á aðild Tyrkja Líkur á að Evrópusambandið hefji aðildarviðræður við Tyrki þykja heldur hafa aukist eftir fund Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, og Günther Verheugen, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 23.9.2004 00:01
Bush segir CIA með getgátur Bush Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir nýlega skýrslu bandaríski leyniþjónustunnar CIA um ástandið í Írak. Þar segir meðal annars að hætta sé á borgarastríðið og að ástandið fari hríðversnandi. 22.9.2004 00:01
Annar gísl drepinn Mannræningjar, sem héldu þremur gíslum í haldi, segjast nú hafa drepið einn þeirra, en annar var drepinn sólarhring áður. Annar tveggja kvenvísindamanna, sem eru í haldi Bandaríkjahers, verður hugsanlega sleppt í dag, en það er meginkrafa mannræningjanna. 22.9.2004 00:01
Bannað að blóta í Belgorod Það er bannað að blóta í Belgorod í Rússlandi. Yfirvöld eru á því að ungt fólk sé of kjaftfort og hafa því lagt blátt bann við bölvi og ragni, einkum fyrir framan eldra fólk. Sekt liggur við broti á þessum reglum, og eru þeir sem gómaðir eru sektaðir um 4 þúsund krónur. 22.9.2004 00:01
Vatsnflaumur í Þrándheimi Mikið vatnsveður hefur geysað í Þrándheimi í Noregi og þar í grennd og þurftu slökkviliðsmenn að bjarga nokkrum fjölskyldum út úr húsum þeirra í nóttt. Skemmdir hafa orðið á samgöngumannvirkjum og vatnsflaumurinn hefur hrifið með sér bíla og hjólhýsi. Þá hefur vatnið umlukið stóran hestabúgarð í grennd bæjarins og í morgun stóðu hrossin þar upp í hné á stöllum sínum. 22.9.2004 00:01
Olíuverð í hámarki Olíuverð hefur nú enn á ný náð metverði, og var í gær rétt undir 47 dollurum á fatið þegar lokað var á markaði. Þetta er hæsta verð á olíufatinu í meira en mánuð. Ástæður hækkunarinnar munu einkum vera mikil eldsneytisþörf Kína sem og trú olíukaupmanna að olíubirgðir í Bandaríkjunum séu mjög litlar vegna fellibylja sem gengið hafa yfir undanfarið 22.9.2004 00:01
Verkföll á flugvöllum í Bretlandi Truflanir gætu orðið á flugi til og frá Bretlandi á næstu dögum, þar sem starfsmenn flugvalla hafa tilkynnt um verkföll á næstu dögum. Á Heathrow ætla starfsmenn sem sjá um að dæla bensíni á flugvélar fjöldamargra flugvéla að leggja niður störf. 22.9.2004 00:01
Ólöglegt verkfall Dómstóll í Ísrael komst fyrir stundu að þeirri niðurstöðu, að um 400 þúsund opinberir starfsmenn, sem verið hafa í verkfalli, skyldu snúa aftur til starfa sinna. Verkfallið hófst fyrir tveimur dögum og lamaði alla flugumferð. Loka varð fjármálamörkuðum og opinberar stofnanir voru flestar óstarfhæfar. 22.9.2004 00:01
11 látnir í bílsprengingu Ellefu eru fundnir látnir eftir öfluga bílsprengju fyrir utan veitingahús i Bagdad í morgun og að minnstakosti 40 slösuðust. Mikið eignatjón varð í grenndinni en þetta er fjölfarið verslanasvæði. Nokkrir bílar þeyttust meðal annars á hvolf. 22.9.2004 00:01
Eiginkonan laðaðist að fanga Fangelsisyfirvöld í Noregi rannsaka nú mál eiginkonu fangelsisstjóra, en hún starfaði að mannúðarmálum innan fangelsisins sem eignmaður hennar stjórnaði. Í sumar tókust ástir með konunni og fanga sem afplánar 11 dóma í fanglesinu fyrir ýmis afbrot síðustu 10 árin. Konan hefur nú verið leyst frá störfum og er auk þess flutt frá fangelsisstjórnanum. 22.9.2004 00:01
Fólk nennir ekki að prófa Atkins Þrátt fyrir meintar vinsældir Atkins-kúrsins og annara kolvetnasnauðra kúra hafa einungis 13% Breta reynt slíka kúra og aðeins 3% snætt slíkt fæði til frambúðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun í Bretlandi, sem náði til 1000 manna. 22.9.2004 00:01
Olíuverð í hámarki Olíuverð hefur nú enn á ný náð metverði, og var í gær rétt undir 47 dollurum á fatið þegar lokað var á markaði. Þetta er hæsta verð á olíufatinu í meira en mánið. Ástæður hækkunarinnar munu einkum vera mikil eldsneytisþörf Kína sem og trú olíukaupmanna að olíubirgðir í Bandaríkjunum séu mjög litlar vegna fellibylja sem gengið hafa yfir undanfarið 22.9.2004 00:01
1600 látnir á Haiti? Óttast er að allt að sextán hundruð manns hafi farist þegar fellibylurinn Jeanne gekk yfir Haítí, þar af fjölmörg börn. Neyðarástand er í landinu og segja talsmenn hjálparstofnana bráðnauðsynlegt að bregðast þegar í stað við. 22.9.2004 00:01
Lestir stöðvast vegna berjatínslu Lestir á fjölfarinni leið í Þýskalandi stöðvust í fjórar klukkustundir í morgun í kjölfar neyðarstöðvunnar lestarstjóra. Hann taldi, að maður sem var í hnipri nálægt lestarteinunum ætlaði að fremja sjálfsmorð með því að stökkva fyrir lestina. 22.9.2004 00:01
11 látnir og tveir gíslar að auki Ellefu fórust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í morgun og fjöldi særðist. Mannræningjar, sem héldu tveimur Bandaríkjamönnum og Breta í haldi, segjast hafa drepið Bandaríkjamennina. 22.9.2004 00:01
Verhofstadt í árekstri Forsætisráðherra Belgíu, Guy Verhofstadt, var í dag fluttur á spítala eftir harðan árekstur. Hann er þó ekki í lífshættu að sögn fjölmiðla í Belgíu. Verhfofstadt var á leiðinni heim til sín í Ghent, þegar slysið átti sér stað, en hann var að koma frá miklum fundarhöldum í Brussel, þar sem til umræðu voru fyrirætlanir DHL-hraðþjónustufyrirtækisins um að auka umsvif sín í Brussel. 22.9.2004 00:01
Líkið fundið? Lík án höfuðs hefur fundist í Baghdad og er talið að það sé af öðrum Bandaríkjamannanna sem mannræningjar í Írak segjast hafa líflátið í gær. Líkið fannst í svörtum plastpoka á svipuðum slóðum og lík hins Bandaríkjamannsins fannst. 22.9.2004 00:01
Karlmenn gera kröfur Karlmenn vilja að konur séu í góðu formi....jafnvel þó að þeir sjálfir séu ekki upp á það grennsta. Meira en tveir þriðju hlutar karla í Bretlandi vilja að konur hgusi um útlitið, en minna en helmingur telur rétt að sömu kröfur séu gerðar til karlmanna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. 22.9.2004 00:01
Blair undir þrýstingi Stjórnmálaskýrendur segja Tony Blair undir mikilum þrýstingi eftir að mannræningjar í Írak tóku breskan mann í gíslingu og hóta honum lífláti. Þrátt fyrir að Blair hafi sjálfur hringt í fjölskyldu gíslsins í gær, hefur fjölskylda hans gagnrýnt Blair harðlega fyrir stefnu hans í Íraksstríðinu. 22.9.2004 00:01
Sjálfsmorðsárás í Jerúsalem Að minnsta kosti einn er látinn eftir sjálfsmorðsárás í Jerúsalem í Ísrael, sem átti sér stað fyrir stundu. Palestínsk kona sprengdi sig í loft upp með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust að sögn lögreglu. 22.9.2004 00:01
Kvenföngunum ekki sleppt? Það virðist á reiki hvort kvenföngunum tveim sem mannræningjar í Írak fara fram á að verði látnar lausar, verði haldið áfram eða sleppt. Talsmenn Bandaríkjamanna í Írak hafa neitað því að til standi að sleppa konunum tveim, þrátt fyrir að mannræningjarnir hóti að lífláta Breta sem er í haldi þeirra. 22.9.2004 00:01
ESB ætlar að herða vinnulöggjöf Evrópusambandið hyggst herða reglur um hámarksvinnutíma innan landa sambandsins. Sem stendur er hámarksvinnutími 48 stundir á viku, en þó hefur verið hægt að fara á sveig við það hingað til. Nú þarf hins vegar samþykki bæði starfsmanns og stéttarfélags til þess að lengja vinnuvikuna ef hugmyndir framkvæmdastjórnar ESB verða að veruleika. 22.9.2004 00:01
Tveir látnir í Jerúsalem Þegar hafa tveir látist af völdum sprengingarinnar í Jerúsalem fyrr í dag. Þá særðust 15 í sprengingunni, sem var sjálfsmorðsárás ef hendi palestínskrar konu. 22.9.2004 00:01