Erlent

Rannsaka ríkisreikning Grikkja

Evrópusambandið ætlar að láta rannsaka bókhaldsaðferðir grískra stjórnvalda. Ástæðan er sú að í ljós kom að útreikningar þeirra á fjárlagahalla síðustu ára voru fjarri lagi svo nam milljörðum evra, andvirði hundraða milljarða króna. Munar svo miklu að óvíst er hvort Grikkir hefðu fengið aðild að myntbandalagi ESB hefðu réttar upplýsingar legið fyrir þegar ákvörðun var tekin um það. Til að uppfylla skilyrðin urðu Grikkir að sýna fram á að fjárlagahalli væri innan við þrjú prósent af landsframleiðslu. Það gerðu þeir en nú er ljóst að bókhaldið var skrautlegt og fjárlagahallinn meiri en Grikkir sögðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×