Erlent

Fólk nennir ekki að prófa Atkins

Þrátt fyrir meintar vinsældir Atkins-kúrsins og annara kolvetnasnauðra kúra hafa einungis 13% Breta reynt slíka kúra og aðeins 3% snætt slíkt fæði til frambúðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun í Bretlandi, sem náði til 1000 manna. Þar kemur einnig fram að fólk kýs fremur að hreyfa sig meira en að skera niður kartöflur, brauðmeti, pasta, sykur og annað kolvetnaríkt gums, sé ætlunin að losna við skvabið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×