Erlent

Bannað að blóta í Belgorod

Það er bannað að blóta í Belgorod í Rússlandi.Yfirvöld eru á því að ungt fólk sé of kjaftfort og hafa því lagt blátt bann við bölvi og ragni, einkum fyrir framan eldra fólk. Sekt liggur við broti á þessum reglum, og eru þeir sem gómaðir eru sektaðir um 4 þúsund krónur. Þetta hefur reynst hin besta tekjulind fyrir yfirvöld, því þau eiga nú 1250 þúsund í sjóði fyrir vikið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×