Erlent

Bush segir CIA með getgátur

Bush Bandaríkjaforseti gefur lítið fyrir nýlega skýrslu bandaríski leyniþjónustunnar CIA um ástandið í Írak. Þar segir meðal annars að hætta sé á borgarastríðið og að ástandið fari hríðversnandi. Á fréttamannafundi í gær með forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi, sagði Bush að skýrslan væri getgátur leyniþjónustunnar, og að það yrði örugglega allt í lagi í Írak. Bush sagðist viss um að Írak yrði friðsamleg, lýðræðisleg þjóð áður en á löngu liði. Í ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum ítrekaði hann jafnframt þá skoðun sína, að Írak og Afghanistan þróuðust í átt að lýðræði og stöðugleika, og yrðu fyrirmyndir annarra ríkja í Miðausturlöndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×