Erlent

Hvetja til refsiaðgerða

Eina leiðin til að stöðva ógnaröldina í Darfur er að Sameinuðu þjóðirnar beiti Súdan viðskiptaþvingunum eða öðrum refsiaðgerðum, sögðu forystumenn Frelsishers Súdans, helstu uppreisnarhreyfingarinnar sem starfar í vesturhluta Súdans. "Þvinganir verða til þess að auka þrýsting á stjórnvöld og verða til þess að koma vitinu fyrir ráðamenn," sagði Sharif Harir, einn af leiðtogum uppreisnarmanna. "Ríkisstjórnin notar olíuauðinn til að kaupa vopn og flugvélar til að drepa okkar fólk, því styð ég refsiaðgerðirnar," sagði Adam Shogar, annar forystumaður uppreisnarmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×