Erlent

Verhofstadt í árekstri

Forsætisráðherra Belgíu, Guy Verhofstadt, var í dag fluttur á spítala eftir harðan árekstur. Hann er þó ekki í lífshættu að sögn fjölmiðla í Belgíu. Verhfofstadt var á leiðinni heim til sín í Ghent, þegar slysið átti sér stað, en hann var að koma frá miklum fundarhöldum í Brussel, þar sem til umræðu voru fyrirætlanir DHL-hraðþjónustufyrirtækisins um að auka umsvif sín í Brussel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×