Erlent

Blair undir þrýstingi

Stjórnmálaskýrendur segja Tony Blair undir mikilum þrýstingi eftir að mannræningjar í Írak tóku breskan mann í gíslingu og hóta honum lífláti. Þrátt fyrir að Blair hafi sjálfur hringt í fjölskyldu gíslsins í gær, hefur fjölskylda hans gagnrýnt Blair harðlega fyrir stefnu hans í Íraksstríðinu. Nú hafa mannræningjarnir líflátið Bandaríkjamennina tvo sem einnig voru í gíslingu og er pressan því að aukast á Blair og stjórnvöld í retlandi að ná samkomulagi við mannræningjana áður en það verður um seinan, sem myndi þýða að almenningsálit á Blair myndi dvína mjög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×