Erlent

1200 fjölskyldur flýðu heimili sín

Rúmlega 1.200 norður-írskar fjölskyldur flýðu heimili sín í fyrra af ótta við árásir kaþólikka eða mótmælenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu stofnunar sem sér um að aðstoða fórnarlömb átaka við að finna sér nýtt heimili. Meðal þeirra sem sóttu um aðstoð stofnunarinnar voru fjölskyldur nokkur hundruð fangavarða sem óttuðust um öryggi sitt eftir að í ljós kom að Írski lýðveldisherinn hafði upplýsingar um nöfn þeirra og heimili. Írski lýðveldisherinn myrti 20 fangaverði áður en vopnahlé tók gildi 1997.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×