Erlent

Sex féllu í skotbardögum

Þrír palestínskir vígamenn skutu þrjá ísraelska hermenn til bana áður en þeir féllu sjálfir fyrir skotum hermanna í gærmorgun. Vígamennirnir höfðu læðst inn á ísraelska varðstöð við landnemabyggðina Morag á sunnanverðu Gaza-svæðinu og hafið skothríð á hermenn. Skotbardaginn stóð yfir í um 45 mínútur. Auk þeirra sem létust særðist einn ísraelskur hermaður lífshættulega. Einn vígamannanna komst lifandi af úr skotbardaganum en féll síðar um daginn eftir að hafa skotið á blaðamenn sem skoðuðu vettvanginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×