Fleiri fréttir

Flugher berst við engisprettur

Engisprettufaraldur af nánast biblíulegri stærðargráðu herjar nú á nokkur lönd í Vestur-Afríku. Verst er ástandið á Malí og í Máretaníu, en í þessum löndum er vitað um nálægt 100 engisprettuský sem nánast éta sig í gegnum landið.

Þremur rænt og sleppt sama dag

Palestínskir vígamenn rændu þremur útlendingum í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Útlendingarnir unnu við kirkjustarf í Nablus og komu frá Bandaríkjunum, Írlandi og Bretlandi.

Forsætisráðherra slapp naumlega

Pakistanski forsætisráðherrann, Shaukat Aziz, slapp naumlega þegar sjálfmorðsárás var gerð að bílalest hans. Í sprengingunni létust bílstjóri ráðherrans og fjórir aðrir fylgdarmenn hans. 36 manns slösuðust í árásinni, þar af nokkrir alvarlega.

Flóð í Mexíkó

Miklar rigningar í Mexíkó hafa valdið flóðum í norðurhluta landsins en þar rignir sjaldan. Flóð hafa skemmt byggingar og vegi og fjöldi manna er án rafmagns. Í borginni Cocalco var rigningin svo mikil að þök fjölda húsa gáfu sig undan þunganum.

Gripið til aðgerða gegn Súdan

Sameinuðu Þjóðirnar hafa hótað að grípa til aðgerða gegn Súdan eftir að súdönsk yfirvöld höfnuðu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna sem samþykkt var í gær. Í ályktuninni segir að gripið verði til aðgerða gegn Súdan afvopni stjórnvöld ekki vígamenn í Darfur-héraði á þrjátíu dögum.

Ýtt verði á eftir umbótum

Nefndarmenn úr Ellefta September nefndinni, sem rannsakaði hvað fór úrskeiðis í tengslum við hryðjuverkin ellefta september árið 2001 í Bandaríkjunum, hafa hvatt bandaríska öldungadeildarþingmenn til að ýta á eftir umbótum sem mælt er með í niðurstöðum nefndarinnar.

Namibísk svikamylla

Efnahagsbrotadeild namibísku lögreglunnar vinnur nú að því að reyna að leysa umfangsmikið fjársvikamál, sem teygir anga sína til Íslands. Meira en 40 karlar og konur frá Namibíu eru flækt í málið, en þau lögðu verulegar fjárhæðir inn á bankareikning, sem tryggingu fyrir störf á Íslandi, í Alaska, Noregi, og á Grænlandi.

Friður á Fílabeinsströndinni

Forseti Fílabeinsstrandarinnar, Laurent Gbagbo og leiðtogi uppreisnarmanna skrifuðu undir friðarsamning í gær en vonast er til að þar með ljúki tveggja ára borgarastyrjöld í landinu. Mennirnir hittust í borginni Accra í Ghana ásamt leiðtogum tólf Afríkuríkja og Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna.

Freista þess að fá gísla úr haldi

Indverskur stjórnarerindreki er á leiðinni til Íraks til að freista þess að fá þrjá Indverja, sem setið hafa í haldi mannræningja í tíu daga, lausa. Mannræningjarnir hafa hótað að drepa gíslana dragi kúveiskt fyrirtæki, sem þeir vinna hjá, sig ekki út úr Írak.

Belgíska þjóðin syrgir

Konungur Belgíu, Albert annar, heimsótti í dag og huggaði fjölskyldur þeirra sem létust í stórri gassprengingu 30 kílómetra frá bænum Ghislenghien. Þá fór hann að slysstað og vottaði hinum látnu þar með virðingu sína.

Auglýsingar allan sólarhringinn

Margir kvarta undan því hversu margar auglýsingar séu í sjónvarpi en það eru ekki allir á sama máli. Nú hefur verið stofnuð bresk sjónvarpsstöð sem sýnir einvörðungu auglýsingar. Frá og með 6. september næstkomandi geta menn því horft á auglýsingar allan sólarhringinn án endurgjalds.

Súdönsk stjórnvöld hafna ekki

Súdönsk stjórnvöld ætla ekki að hafna ályktun Sameinuðu þjóðanna eins og upplýsingaráðherra þeirra tilkynnti í gær. Í ályktuninni eru Súdönum gefnir þrjátíu dagar til að afvopna skæruliða í Darfur-héraði.

Vatikanið gagnrýnir feminista

Vatíkanið gagnrýnir femínista harðlega í nýrri skýrslu um hlutverk karla og kvenna. Þar segir að femínistar geri að engu þann líffræðilegan mun sem sé á körlum og konum. Skýrslan ber nafnið: Bréf til Biskupa Kaþólsku Kirkjunnar um samvinnu karla og kvenna í kirkjunni og í heiminum.

Kerry vill endurskipuleggja

John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sagði á þingi flokksins í gær að nái hann kjöri muni hann endurskipuleggja starfsemi leyniþjónustunnar hið fyrsta og vill hann að hún byggi á staðreyndum, sem stjórnmál eigi ekki að hafa áhrif á.

Danir í Öryggisráðið

Danir eru búnir að tryggja sér sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að því er danska blaðið Information greinir frá. Nýtt Öryggisráð verður kosið á allsherjarþinginu í haust og hafa Danir þegar tryggt sér atkvæði 114 þjóða, og vantar 14 atkvæði upp á að tryggja sér sætið.

Leigubílstjórar brjóta lög

Leigubílstjórar í Næstved í Danmörku ætla opinberlega að brjóta lög og hætta með því atvinnuréttindum sínum. Ástæðan er að sami maðaurinn ógnaði tveimur leigubílstjórum tvívegis sama sólarhringinn með fjaðurhnífi, til að komast hjá því að greiða fargjaldið, en í dönskum lögum er leigubílstjórum gert að aka hverjum þeim, sem óskar eftir þjónustu þeirra, skilyrðislaust.

Harðir bardagar í Fallujah

Harðir bardagar geisuðu í gærkvöldi milli bandarískra hermanna og írakskra skæruliða í borginni Fallujah. Bandaríkjamenn segja átökin hafa blossað upp þegar skæruliðar réðust á bækistöð þeirra vopnaðir byssum og sprengjum.

Mannskæð gassprenging í Belgíu

Að minnsta kosti 14 létu lífið og 200 slösuðust í sprengingu í gasverksmiðju í Belgíu í morgun. Gasverksmiðjan er á Ghislenghien iðnaðarsvæðinu sem er um 30 kílómetra suð-austur af Brussel.

Allir fangarnir fundnir

Fjórir fangar sem sluppu úr fangelsi í Svíþjóð síðastliðinn miðvikudaginn eru allir fundnir. Síðasti fanginn sem náðist var Tony Olsson en hann situr í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið tvo lögreglumenn og fremja bankarán.

Handsamar al-Qaeda meðlim

Pakistanska lögreglan hefur handsamað einn af meðlimum al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, Achmed Ghailani en hann er grunaður um að hafa átt aðild að sprengingunum í bandarísku sendiráðunum í Afríku árið 1998.

Mega halda kjarnorkuvopnunum

Bandaríkjamenn hafa fullvissað Ísraela um að ekki verði hróflað við kjarnorkuvopnum þeirra þó reynt verði að koma í veg fyrir að önnur ríki í Miðausturlöndum komi sér upp slíkum vopnum. Þetta lásu menn úr orðum Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, á fundi Likudbandalagsins.

Skaut villihund sem drap barn

Ástralskur karlmaður sem sagði í viðtali á dögunum að hann hefði skotið dingóhund sem var með lík ungs barns í skoltinum árið 1980 hefur neitað að ræða við lögreglu. Hefði maðurinn greint frá þessu á sínum tíma hefði það getað komið í veg fyrir ein verstu réttarmistök í sögu Ástralíu.

Lánveitingarnar gerðu illt verra

Afskipti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins af efnahagsþrengingunum í Argentínu gerðu illt verra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sjóðsins.

Flutt inn í ólympíuþorpið

Fyrstu íþróttamennirnir fluttust inn í ólympíuþorpið í Aþenu í gær. Þar var á ferð sex manna ræðaralið Grikklands.

Mikið mannfall í Falluja

Þrettán Írakar létust og fjórtán til viðbótar særðust í Falluja í fyrrinótt þegar kom til harðra bardaga á milli bandarískra hermanna og íraskra uppreisnarmanna.

Viðskiptasamningur Írana og Trykja

Íranar og Tyrkir skrifuðu undir tvíhliða viðskiptasamning í gær en hann er liður í átaki sem miðar að því að bæta og auka samskipti ríkjanna. Forsætisráðherra Tyrklands, Recept Erdogan, heimsótti varaforseta Írans, Mohammed Reza, í Teheran þar sem þeir skrifuðu undir samninginn.

Hnepptu ferðalanga í gíslingu

Reiðir þorpsbúar í indverska þorpinu Santoshgarh stöðvuðu rútur sem fluttu 37 erlenda ferðamenn til að vekja athygli á kröfum sínum um að þrír indverskir verkamenn sem voru teknir í gíslingu í Írak yrðu leystir úr haldi.

Colin Powell óvænt til Bagdad

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom óvænt til Bagdad í dag og átti fund með forseta Íraka, Ghazi al-Yawer. Powell staðfesti þar ákvörðun stjórnvalda í Washington að styðja áfram bráðabrigðastjórn Íraka. Hann lofaði einnig að hraða fjárstuðningi til uppbyggingar.

Hundar í jóga

Vegfarendur í Lundúnum urðu heldur betur hissa þegar þeir gengu fram hunda í jógatímum. Tímarnir eru ætlaðir stressuðum hundum og var eigendum mikið í mun að gæludýrin fengju að slappa af og láta teygja á sér. Hundarnir sýndu reyndar margir hverjir öðrum hundum í garðinum meiri áhuga en jóganu en eigendurnir hafa þá hugsanlega getað slappað af í staðinn.

Hótelstarfsmenn í verkfall

Hótelstarfsmenn í Aþenu ætla að fara í eins dags verkfall í næstu viku en þeir krefjast þess að laun þeirra verði tvöfölduð, hækki úr rúmum fjörtíu þúsund krónum í næstum nítíu þúsund krónur.

Faldi sig á hlöðulofti

Síðasti fanginn af fjórum sem flúði úr fangelsi í Svíþjóð var handtekinn í gær. Tony Olsson sem dæmdur er fyrir rán og morð á tveimur lögregluþjónum hafði falið sig í hlöðu á bóndabæ suður af Stokkhólmi. Hlaðan var skammt frá þeim stað sem flóttabíll þeirra félaga fannst og hinir þrír voru gripnir.

Kerry til þjónustu reiðubúinn

John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, tók formlega við útnefningu flokksins í gærkvöld og flutti mikilvægustu ræðuna á ferli sínum. Kerry lagði megináherslu á að hann hefði gegnt herþjónustu í Víetnam og að hann yrði sterkur og stöðugur leiðtogi.

Staða Kerrys sterk

Baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum snýst í auknum mæli um að ná fótfestu í fjórum til fimm ríkjum sem talin eu ráða úrslitum um niðurstöðu kosninganna.

Blóðbað í Baqouba

Ein mannskæðasta sprengjuárás frá innrás Bandaríkjamanna í Írak kostaði 51 óbreyttan borgara lífið í borginni Baqouba í gær. Hryðjuverkaógn vofir yfir fulltrúafundi um næstu helgi sem leggja á grunn að þjóðþingi Íraka. </font /></b />

Eitur í barnamat

Bandaríska alríkislögreglan fann eiturefnið rísín í tveimur krukkum af barnamat við rannsókn á dögunum. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í gærkvöldi. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna segir þó að ekki hafi verið um hreint rísín að ræða heldur hafi efnablandan verið náttúruleg, sömu gerðar og finnst í baunum sem barnamaturinn er unnin úr.

Edwards lofar Kerry

John Edwards, varaforsetaefni Demókrata, sagði í ræðu á flokksþinginu í Boston í gær að John Kerry, forsetaefnið, væri klár í baráttuna gegn hryðjuverkum. Líkt og aðrir Demókratar talaði hann þó gegn stríðsrekstri George Bush, Bandaríkjaforseta, og sagði að herafli yrði aðallega notaður til að verja Bandaríkin.

Fordæma árásina í Baquba

Bandaríkjamenn fordæma sjálfsmorðssprengjuárásina í Baquba í Írak í gær. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gærkvöldi að árásin myndi ekki draga úr áætlunum Bandaríkjamanna um uppbyggingu landsins.

Dómurinn mildaður um 36 ár

Stríðsglæpadómstóllinn í Hague mildaði í dag einn harðasta dóm sem hann hefur kveðið upp um 36 ár. Fyrrverandi hershöfðingi í her Króata í Bosníu, Tihomir Blaskic, var dæmdur árið 2000 fyrir stríðsglæpi og þjóðarhreinsanir í Bosníu árið 1993.

Gíslatökum linnir ekki

Hryðjuverkahópur Abu-Musab al-Zarqawi linnir ekki látum og heldur áfram gíslatökum og hótunum. Nýjasti gíslinn er vörubílstjóri frá Sómalíu, sem rænt var í morgun, þegar hann var við vinnu sína hjá fyrirtæki frá Kuwait, sem starfar í Írak.

Fullkomin peningafölsun

Falsaðir danskir hundrað krónu seðlar eru nú í umferð í Kaupmannahöfn og er óttast að þeir séu prentaðir ásamt Pundum, Dollurum og Evrum, í fullkominni prentsmiðju einhvers staðar í Austur- Evrópu.

Kerry heldur ræðu sína í dag

John Kerry tekur í dag formlega við útnefningu sem forsetaframbjóðandi demókrata á flokksþingi þeirra í Boston. Hann segir ræðuna sem hann heldur í tilefni dagsins vera þá mikilvægustu á ferli sínum.

Hóta blóðbaði í Evrópu

Samtök sem sögð eru tengjast Al-Qaida hafa hótað að standa fyrir blóðbaði í Evrópu á næstunni. Í yfirlýsingu samtakanna, sem birtist á Netinu í dag eru Evrópuríki fordæmd fyrir að hafa ekki dregið herlið sín heim frá Írak og Afghanistan.

Fá áfram að selja olíu

Rússneski olíurisinn Yukos fær áfram að framleiða og selja olíu þrátt fyrir fyrri kröfur dómsvalda um að öll sala á afurðum fyrirtækisins yrði stöðvuð. Dómsmálaráðuneytið rússneska sagði bannið ekki ætlað að stöðva olíuframleiðslu Yukos.

Hakakrossar í kirkjugarði

Skemmdarvargar máluðu hakakrossa og tákn djöfladýrkenda á 32 leiði í kirkjugarði franskra gyðinga í gær. Maður sem færði blóm að leiði ættingja síns í kirkjugarðinum gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem skemmdarvargarnir hafi takmarkaða þekkingu á þeim málstað sem þeir predika, enda voru sumir hakakrossanna öfugir og líktust því fremur gamla einkennismerki Eimskipa en tákni um nasisma.

Ráðstefnu frestað í Írak

Ráðstefnu sem halda átti í Írak á laugardaginn hefur verið frestað til 15. ágúst að beiðni Sameinuðu þjóðanna. Forsvarsmenn ráðstefnunnar neita því að hryðjuverkin í gær hafi orðið þess valdandi að ákveðið var að fresta henni.

Sjá næstu 50 fréttir