Fleiri fréttir SÞ ályktar um Súdan Vígamenn hlekkja óbreytta borgara saman og kveikja í þeim í Darfur héraði í Súdan, en það eru engar blikur á lofti sem benda til þess að ógnaröldin sé á undanhaldi. 29.7.2004 00:01 Dómstóll kannar stríðsglæpi Alþjóðasakadómstóllinn í Haag hefur hafið rannsókn á meintum voðaverkum í norðurhluta Úganda, þar sem ríkistjórnin hefur barist við uppreisnarmenn í átján ár. Þetta er önnur formleg rannsókn Alþjóðasakadómstólsins, en í næsta mánuði hefst rannsókn á meintum stríðsglæpum í Kongó. 29.7.2004 00:01 Páfagarður kannar barnaklám Vatíkanið hefur meinað austurískum biskup að tjá sig opinberlega um barnaklámsmál sem kom upp í kaþólskum prestaskóla í umdæmi hans fyrir skemmstu. 29.7.2004 00:01 Aldrei í stríð af hentisemi John Kerry tók við útnefningu demókrata í gær sem frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi. 29.7.2004 00:01 Handtekin fyrir súkkilaðiát Kona var handtekin af lögreglu og haldið í gæslu í þrjár klukkustundir fyrir að borða súkkulaðistöng á neðanjarðarlestarstöð í Washington þar sem neysla matvæla er bönnuð. 29.7.2004 00:01 Þjóðverjar latastir Slóvenar eru uppteknastir Evrópubúa meðan Þjóðverjar og Norðmenn eru meðal þeirra sem mest slæpast samkvæmt nýrri könnun á frítíma Evrópubúa. 28.7.2004 00:01 Hélt barni og móður föngnum Saksóknari í máli Michaels Jacksons heldur því fram að poppstjarnarn hafi haldið barni og móður þess föngnum á Neverlandi búgarði sínum, og neytt þau til að taka upp myndband til að kveða niður ásakanir um kynferðislega áreitni Jacksons gagnvart ungum drengjum. 28.7.2004 00:01 Mannskæðasta árás í mánuð Yfir fimmtíu manns létust og að minnsta kosti 70 særðust þegar öflug bílsprengja sprakk í Baqouba í Írak í morgun. Þetta er mannskæðasta sprengjuárás í Írak síðan þeir tóku aftur við völdum fyrir nákvæmlega mánuði. 28.7.2004 00:01 Öryggisvörður skaut þrjá Öryggisvörður í sendiráði Chile, á eyjunni Costa Rica, skaut þrjá manns til bana í gær og tók eigið líf í framhaldi. Síðdegis í gær tók hann tíu manns í gíslingu, embættismenn og aðra starfsmenn sendiráðsins. 28.7.2004 00:01 Há sjálfsmorðstíðni hermanna Sjálfsmorðstíðni meðal rússneskra hermanna hefur aukist verulega á þessu ári að sögn rússneska hersins. Fyrstu sex mánuði ársins frömdu 109 rússneskir hermenn sjálfsmorð, sem er 38% aukning frá síðasta ári. 28.7.2004 00:01 Hringja beint gegnum tölvuna Nú geta tölvueigendur hringt beint í heimilissíma og farsíma úr tölvunni ef þeir útvega sér nýtt forrit. 28.7.2004 00:01 Greiddu ekki lausnargjald Egyptar hafa neitað fréttum þess efnis að stjórn landsins hafi greitt hryðjuverkamönnum tugi milljóna í lausnargjald fyrir háttsettan erindreka Egypta í Írak, sem skæruliðar tóku í gíslingu fyrir tæpri viku. 28.7.2004 00:01 Kerry ausinn lofi á flokksþingi John Kerry mun leiða baráttuna gegn hryðjuverkum betur en George Bush, endurvekja von hjá fólkinu í landinu og stuðla að jafnrétti. Þetta segir hver ræðumaðurinn á fætur öðrum á flokksþingi Demókrata, sem nú stendur sem yfir í Boston. 28.7.2004 00:01 Sex farast í sprengingu í Kabúl Sex manns fórust í sprengingu sem varð í mosku í Kabúl í Afganistan í dag. Tveir þeirra voru starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, sem unnu að undirbúningi kosninga í landinu, en öfgafullir múslimar eru andvígir kosningunum. Ekki er þó fullyrt að þeir beri ábyrgð á tilræðinu. 28.7.2004 00:01 Skipað að hætta sölu á olíu Rússnesk yfirvöld hafa skipað olíurisanum Yukos að stöðva sölu á olíu. Yukos selur að meðaltali um 1,7 milljónir tunna á dag sem er 20 prósent af heildarolíuframleiðslu Rússlands. Ef af verður er líklegt er að þetta muni flýta fyrir hruni fyrirtækisins sem láðist að borga skatta upp á marga milljarða dollara. 28.7.2004 00:01 Læknar án landamæra frá Afganistan Samtökin, Læknar án landamæra, hafa ákveðið að hverfa frá Afganistan eftir 24 ára veru þar. Ástæður eru slæm öryggisskilyrði fyrir starfsmenn samtakanna en fimm voru drepnir í byrjun júní og hætta er á fleiri árásum. 28.7.2004 00:01 Tala látinna komin í 68 Tala látinna, eftir bílsprenginguna í Baquba í Írak í morgun hækkar enn og er komin í 68. Þetta er því orðið lang mannskæðasta tilræði skæruliða í landinu til þessa. Bíllinn sprakk í loft upp fyrir utan lögreglustöð við fjölfarna götu í borginni á háannatímanum í morgun. 28.7.2004 00:01 Hakkarar meiri ógnvaldar en mafían Rússneskir tölvuhakkarar eru að verða mun meiri ógnvaldar en rússneska mafían, sem þó er illræmd víða um heim. Að sögn yfirmanns í rússnesku lögreglunni, sem gerði Pútín forseti grein fyrir þessu. 28.7.2004 00:01 Skógareldar í Portúgal Miklir skógareldar hafa brotist út víða í Portúgal. Yfir 400 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn til að koma í veg fyrir að hann nái að valda jafn miklu tjóni og í fyrra þegar minnst 18 manns fórust. 28.7.2004 00:01 Árásir í vesturhluta Íraks Skæruliðar gerðu árás á nokkrum stöðum á vesturhluta Íraks í dag með þeim afleiðingum að tveir erlendir hermenn létust og tvær flugvélar voru þvingaðar til nauðlendingar. Ekki er ljóst hvers lenskir hermennirnir voru en flestir hermenn á svæðinu eru bandarískir. 28.7.2004 00:01 Sendiráð opnuð á ný í Írak Sádi-Arabía hefur ákveðið að opna aftur sendiráð í Írak, segir forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi. Sendiráðum Sádi-Arabíu var lokað árið 1991 í Persaflóastríðinu en bandaríski heraflinn var staðsettur í Sádi-Arabíu á meðan á stríðinu stóð. 28.7.2004 00:01 Reagan talaði hjá demókrötum Ræða Ron Reagans á flokksþingi demókrata í fyrradag hefur vakið mikla athygli. Ron er sonur Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem er afar dáður af repúblikönum vestra. 28.7.2004 00:01 1700 vinna að niðurlögum eldanna Grikkir, Spánverjar og Ítalir hafa sent flugvélar til Portúgals til þess að hjálpa til við að slökkva skógarelda sem geisað hafa í landinu undanfarna daga. Þó að fleiri eldar hafi komið upp í ár en í fyrra hefur tjón vegna þeirra verið mun minna. 28.7.2004 00:01 Mannskæðustu átök í mánuð Átök dagsins í dag í Írak voru þau mannskæðustu frá því að Írakar tóku aftur við völdum fyrir réttum mánuði. Að minnsta kosti 111 manns létust í tveimur bílsprengingum og bardögum milli skæruliða og hermanna. 28.7.2004 00:01 Grunsamlegur hlutur í farþegarými Flugvél bandaríska flugfélagsins United Airlines, með 246 manns um borð, lenti í morgun heilu og höldnu á flugvellinum í Sydney í Ástralíu eftir að grunsamlegur hlutur fannst í farþegarýminu. Vélin var á leið frá Sydney til Los Angeles þegar hluturinn fannst. Ekki hefur verið upplyst hvaða hlutur þetta var eða hvort hann var hættulegur. 27.7.2004 00:01 Clinton harðorður í garð Bush Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var harðorður í garð George Bush forseta í ræðu sinni við setningu flokksþings Demókrataflokksins í Boston í gærkvöldi og sagði stefnu hans sundra þjóðinni. 27.7.2004 00:01 Sleppt frá Guantanamo Fjórum frönskum föngum hefur verið sleppt úr haldi Bandaríkjamanna á Guantanamo-flóa á Kúbu eftir að hafa setið inni, án ákæru, í tvö ár. Í yfirlýsingu frá franska utanríkisráðuneytinu segir að eftir viðræður franskra og bandarískra stjórnvalda hafi Bandaríkjamenn fallist á að sleppa fjórum af þeim Frökkum sem eru í haldi. 27.7.2004 00:01 Egypska embættismanninum sleppt Mannræningjar í Írak slepptu egypskum embættismanni úr haldi í gær. Utanríkisráðherra Egypta segir manninn við góðu heilsu en honum var rænt á föstudag þegar hann var að ganga út úr bænahúsi. 27.7.2004 00:01 Eldflaugarárás nærri Græna svæðinu Að minnsta kosti einn írakskur borgari lést og annar særðist þegar skæruliðar skutu eldflaugasprengju í miðri Bagdad í morgun. Sprengjan lenti nærri „Græna svæðinu“ svokallaða þar sem eru sendiráð Bandaríkjanna og aðsetur íröksku bráðabirgðastjórnarinnar. Nokkrir bílar skemmdust í árásinni en sprengjum hefur ítrekað verið skotið á svæðið. 27.7.2004 00:01 Þreyttar á áreiti klámkarla Norskar hótelþernur eru orðnar þreyttar á því að karlmenn, sem kaupa sér klámefni á sjónvarpsrásum hótela, áreiti þær kynferðislega. Eli Ljunggreen, forsvarsmaður starfsfólks á norskum hótelum, segir að aðallega séu það karlmenn úr viðskiptalífinu sem stundi þetta áreiti. 27.7.2004 00:01 Engan þvott á snúrurnar Borgarstjóri Nikósíu, höfuðborgar Kýpurs, hefur ákveðið að banna borgarbúum framvegis að hengja þvott sinn út á snúrur sem strengdar eru á milli húsa yfir þröngar götur borgarinnar. Sektir liggja við ef fólk fer ekki eftir þessu. 27.7.2004 00:01 Gagnrýndi repúblikana harkalega "Demókratar vilja byggja Bandaríkin á sameiginlegri ábyrgð og sameiginlegum tækifærum. Repúblikanar trúa því að rétta fólkið eigi að stjórna Bandaríkjunum, þeirra fólk," sagði Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði flokksþing demókrata í Boston. 27.7.2004 00:01 Hjónaband samkynhneigðra ógilt Franskur dómstóll ógilti í gær fyrsta hjónaband samkynhneigðra þar í landi. Athöfnin leiddi til þess að ríkisstjórn Frakklands gerði tilraun til þess að losa sig við hinn vinsæla borgarstjóra Bordeaux sem bar ábyrgð á henni. 27.7.2004 00:01 Samkynhneigt hjónaband ógilt Fyrsta hjónaband samkynhneigðra einstaklinga í Frakklandi var ógilt í borginni Bordeaux í morgun. Stjórnvöld höfðu þá þegar lýst því yfir að gifting Stephanes Chapins og Bertrands Charpentiers væri ógild og ráku í kjölfarið borgarstjóra í úthverfi Bordeaux-borgar sem gaf mennina saman. 27.7.2004 00:01 Arafat og Qureia sættast Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Ahmed Qureia, forsætisráðherra landsins, sættust í morgun á fundi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Þar með lýkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu. 27.7.2004 00:01 Fékk skilnað frá föður sínum Fjórtán ára gamall drengur fékk löglegan skilnað frá föður sínum í Massachusetts í Bandaríkjunum í gær. Þetta er fyrsta mál sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 27.7.2004 00:01 Þróa enn kjarnorkubúnað Íranir hafa haldið áfram byggingu búnaðar sem hægt er að nota til þess að búa til kjarnavopn. Með því hafa þeir rofið samkomulag sem gert var við stórþjóðir Evrópu. 27.7.2004 00:01 Popptónleikar eða flokksþing? Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“. 27.7.2004 00:01 50 ár síðan K-2 var fyrst klifið Fimmtíu ár eru liðin síðan næsthæsta fjall heims, K-2, var klifið í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að fjallið sé ekki alveg jafnhátt og hæsta fjallið Mount Everest er talið um þrisvar sinnum erfiðara að klífa K-2. 27.7.2004 00:01 Frumvarp um kynjakvóta á Indlandi Hópur kvenna safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Nýju-Delí á Indlandi í dag til að hvetja þingmenn til að samþykkja frumvarp um kynjakvóta. Samtök sem berjast fyrir auknum rétti kvenna stóðu að mótmælunum. Framfarabandalagið situr nú í ríkisstjórn Indlands. Nái frumvarpið samþykki þarf þriðjungur þingmanna í fylkjaþingunum að vera konur. </span /> 27.7.2004 00:01 Sjálfsmorð hermanna aukast um 40% Hundrað og níu rússneskir hermenn hafa framið sjálfsvíg það sem af er árinu að sögn yfirmanns hersins. Það er tæplega fjörutíu prósenta aukning miðað við sama tíma í fyrra. 27.7.2004 00:01 Qureia situr áfram Forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qureia, dró til baka uppsögn sína eftir fund með leiðtoganum Jasser Arafat í Ramallah í gær. Þannig lauk tíu daga átökum milli mannanna tveggja sem valdið hafa miklum sviptingum í palestínskum stjórnmálum. 27.7.2004 00:01 Samkomulag ríkra og fátækra fjarri Yfirmaður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Genf segir enn langt í land áður en hægt verður að tryggja nýtt samkomulag á milli vel stæðra ríkja og hinna fátækari um alþjóðaviðskipti. 27.7.2004 00:01 Ólögleg áfengissala í Svíþjóð Lögreglan í Svíþjóð telur að nær annar hver matvörukaupmaður í Malmö stundi ólöglega sölu á áfengi. Smygl á áfengi hefur aukist um helming síðastliðin fjögur ár og það verður sífellt algengara að verslað sé með áfengi sem keypt er í öðrum ESB-ríkjum en Svíþjóð, að því er fram kemur á norræna fréttavefnum. 27.7.2004 00:01 Pútín sakaður um hefndaraðgerðir Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er sakaður um að reyna að eyðileggja fjármálaveldi Mikhails Kodorkhovskys, auðkýfings og aðaleiganda rússneska olíurisans Yukos, en Kodorkhovsky hefur verið í fangelsi að undanförnu vegna gruns um fjársvik og skattsvik. 27.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
SÞ ályktar um Súdan Vígamenn hlekkja óbreytta borgara saman og kveikja í þeim í Darfur héraði í Súdan, en það eru engar blikur á lofti sem benda til þess að ógnaröldin sé á undanhaldi. 29.7.2004 00:01
Dómstóll kannar stríðsglæpi Alþjóðasakadómstóllinn í Haag hefur hafið rannsókn á meintum voðaverkum í norðurhluta Úganda, þar sem ríkistjórnin hefur barist við uppreisnarmenn í átján ár. Þetta er önnur formleg rannsókn Alþjóðasakadómstólsins, en í næsta mánuði hefst rannsókn á meintum stríðsglæpum í Kongó. 29.7.2004 00:01
Páfagarður kannar barnaklám Vatíkanið hefur meinað austurískum biskup að tjá sig opinberlega um barnaklámsmál sem kom upp í kaþólskum prestaskóla í umdæmi hans fyrir skemmstu. 29.7.2004 00:01
Aldrei í stríð af hentisemi John Kerry tók við útnefningu demókrata í gær sem frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum í nóvember næstkomandi. 29.7.2004 00:01
Handtekin fyrir súkkilaðiát Kona var handtekin af lögreglu og haldið í gæslu í þrjár klukkustundir fyrir að borða súkkulaðistöng á neðanjarðarlestarstöð í Washington þar sem neysla matvæla er bönnuð. 29.7.2004 00:01
Þjóðverjar latastir Slóvenar eru uppteknastir Evrópubúa meðan Þjóðverjar og Norðmenn eru meðal þeirra sem mest slæpast samkvæmt nýrri könnun á frítíma Evrópubúa. 28.7.2004 00:01
Hélt barni og móður föngnum Saksóknari í máli Michaels Jacksons heldur því fram að poppstjarnarn hafi haldið barni og móður þess föngnum á Neverlandi búgarði sínum, og neytt þau til að taka upp myndband til að kveða niður ásakanir um kynferðislega áreitni Jacksons gagnvart ungum drengjum. 28.7.2004 00:01
Mannskæðasta árás í mánuð Yfir fimmtíu manns létust og að minnsta kosti 70 særðust þegar öflug bílsprengja sprakk í Baqouba í Írak í morgun. Þetta er mannskæðasta sprengjuárás í Írak síðan þeir tóku aftur við völdum fyrir nákvæmlega mánuði. 28.7.2004 00:01
Öryggisvörður skaut þrjá Öryggisvörður í sendiráði Chile, á eyjunni Costa Rica, skaut þrjá manns til bana í gær og tók eigið líf í framhaldi. Síðdegis í gær tók hann tíu manns í gíslingu, embættismenn og aðra starfsmenn sendiráðsins. 28.7.2004 00:01
Há sjálfsmorðstíðni hermanna Sjálfsmorðstíðni meðal rússneskra hermanna hefur aukist verulega á þessu ári að sögn rússneska hersins. Fyrstu sex mánuði ársins frömdu 109 rússneskir hermenn sjálfsmorð, sem er 38% aukning frá síðasta ári. 28.7.2004 00:01
Hringja beint gegnum tölvuna Nú geta tölvueigendur hringt beint í heimilissíma og farsíma úr tölvunni ef þeir útvega sér nýtt forrit. 28.7.2004 00:01
Greiddu ekki lausnargjald Egyptar hafa neitað fréttum þess efnis að stjórn landsins hafi greitt hryðjuverkamönnum tugi milljóna í lausnargjald fyrir háttsettan erindreka Egypta í Írak, sem skæruliðar tóku í gíslingu fyrir tæpri viku. 28.7.2004 00:01
Kerry ausinn lofi á flokksþingi John Kerry mun leiða baráttuna gegn hryðjuverkum betur en George Bush, endurvekja von hjá fólkinu í landinu og stuðla að jafnrétti. Þetta segir hver ræðumaðurinn á fætur öðrum á flokksþingi Demókrata, sem nú stendur sem yfir í Boston. 28.7.2004 00:01
Sex farast í sprengingu í Kabúl Sex manns fórust í sprengingu sem varð í mosku í Kabúl í Afganistan í dag. Tveir þeirra voru starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, sem unnu að undirbúningi kosninga í landinu, en öfgafullir múslimar eru andvígir kosningunum. Ekki er þó fullyrt að þeir beri ábyrgð á tilræðinu. 28.7.2004 00:01
Skipað að hætta sölu á olíu Rússnesk yfirvöld hafa skipað olíurisanum Yukos að stöðva sölu á olíu. Yukos selur að meðaltali um 1,7 milljónir tunna á dag sem er 20 prósent af heildarolíuframleiðslu Rússlands. Ef af verður er líklegt er að þetta muni flýta fyrir hruni fyrirtækisins sem láðist að borga skatta upp á marga milljarða dollara. 28.7.2004 00:01
Læknar án landamæra frá Afganistan Samtökin, Læknar án landamæra, hafa ákveðið að hverfa frá Afganistan eftir 24 ára veru þar. Ástæður eru slæm öryggisskilyrði fyrir starfsmenn samtakanna en fimm voru drepnir í byrjun júní og hætta er á fleiri árásum. 28.7.2004 00:01
Tala látinna komin í 68 Tala látinna, eftir bílsprenginguna í Baquba í Írak í morgun hækkar enn og er komin í 68. Þetta er því orðið lang mannskæðasta tilræði skæruliða í landinu til þessa. Bíllinn sprakk í loft upp fyrir utan lögreglustöð við fjölfarna götu í borginni á háannatímanum í morgun. 28.7.2004 00:01
Hakkarar meiri ógnvaldar en mafían Rússneskir tölvuhakkarar eru að verða mun meiri ógnvaldar en rússneska mafían, sem þó er illræmd víða um heim. Að sögn yfirmanns í rússnesku lögreglunni, sem gerði Pútín forseti grein fyrir þessu. 28.7.2004 00:01
Skógareldar í Portúgal Miklir skógareldar hafa brotist út víða í Portúgal. Yfir 400 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn til að koma í veg fyrir að hann nái að valda jafn miklu tjóni og í fyrra þegar minnst 18 manns fórust. 28.7.2004 00:01
Árásir í vesturhluta Íraks Skæruliðar gerðu árás á nokkrum stöðum á vesturhluta Íraks í dag með þeim afleiðingum að tveir erlendir hermenn létust og tvær flugvélar voru þvingaðar til nauðlendingar. Ekki er ljóst hvers lenskir hermennirnir voru en flestir hermenn á svæðinu eru bandarískir. 28.7.2004 00:01
Sendiráð opnuð á ný í Írak Sádi-Arabía hefur ákveðið að opna aftur sendiráð í Írak, segir forsætisráðherra Íraks, Iyad Allawi. Sendiráðum Sádi-Arabíu var lokað árið 1991 í Persaflóastríðinu en bandaríski heraflinn var staðsettur í Sádi-Arabíu á meðan á stríðinu stóð. 28.7.2004 00:01
Reagan talaði hjá demókrötum Ræða Ron Reagans á flokksþingi demókrata í fyrradag hefur vakið mikla athygli. Ron er sonur Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem er afar dáður af repúblikönum vestra. 28.7.2004 00:01
1700 vinna að niðurlögum eldanna Grikkir, Spánverjar og Ítalir hafa sent flugvélar til Portúgals til þess að hjálpa til við að slökkva skógarelda sem geisað hafa í landinu undanfarna daga. Þó að fleiri eldar hafi komið upp í ár en í fyrra hefur tjón vegna þeirra verið mun minna. 28.7.2004 00:01
Mannskæðustu átök í mánuð Átök dagsins í dag í Írak voru þau mannskæðustu frá því að Írakar tóku aftur við völdum fyrir réttum mánuði. Að minnsta kosti 111 manns létust í tveimur bílsprengingum og bardögum milli skæruliða og hermanna. 28.7.2004 00:01
Grunsamlegur hlutur í farþegarými Flugvél bandaríska flugfélagsins United Airlines, með 246 manns um borð, lenti í morgun heilu og höldnu á flugvellinum í Sydney í Ástralíu eftir að grunsamlegur hlutur fannst í farþegarýminu. Vélin var á leið frá Sydney til Los Angeles þegar hluturinn fannst. Ekki hefur verið upplyst hvaða hlutur þetta var eða hvort hann var hættulegur. 27.7.2004 00:01
Clinton harðorður í garð Bush Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var harðorður í garð George Bush forseta í ræðu sinni við setningu flokksþings Demókrataflokksins í Boston í gærkvöldi og sagði stefnu hans sundra þjóðinni. 27.7.2004 00:01
Sleppt frá Guantanamo Fjórum frönskum föngum hefur verið sleppt úr haldi Bandaríkjamanna á Guantanamo-flóa á Kúbu eftir að hafa setið inni, án ákæru, í tvö ár. Í yfirlýsingu frá franska utanríkisráðuneytinu segir að eftir viðræður franskra og bandarískra stjórnvalda hafi Bandaríkjamenn fallist á að sleppa fjórum af þeim Frökkum sem eru í haldi. 27.7.2004 00:01
Egypska embættismanninum sleppt Mannræningjar í Írak slepptu egypskum embættismanni úr haldi í gær. Utanríkisráðherra Egypta segir manninn við góðu heilsu en honum var rænt á föstudag þegar hann var að ganga út úr bænahúsi. 27.7.2004 00:01
Eldflaugarárás nærri Græna svæðinu Að minnsta kosti einn írakskur borgari lést og annar særðist þegar skæruliðar skutu eldflaugasprengju í miðri Bagdad í morgun. Sprengjan lenti nærri „Græna svæðinu“ svokallaða þar sem eru sendiráð Bandaríkjanna og aðsetur íröksku bráðabirgðastjórnarinnar. Nokkrir bílar skemmdust í árásinni en sprengjum hefur ítrekað verið skotið á svæðið. 27.7.2004 00:01
Þreyttar á áreiti klámkarla Norskar hótelþernur eru orðnar þreyttar á því að karlmenn, sem kaupa sér klámefni á sjónvarpsrásum hótela, áreiti þær kynferðislega. Eli Ljunggreen, forsvarsmaður starfsfólks á norskum hótelum, segir að aðallega séu það karlmenn úr viðskiptalífinu sem stundi þetta áreiti. 27.7.2004 00:01
Engan þvott á snúrurnar Borgarstjóri Nikósíu, höfuðborgar Kýpurs, hefur ákveðið að banna borgarbúum framvegis að hengja þvott sinn út á snúrur sem strengdar eru á milli húsa yfir þröngar götur borgarinnar. Sektir liggja við ef fólk fer ekki eftir þessu. 27.7.2004 00:01
Gagnrýndi repúblikana harkalega "Demókratar vilja byggja Bandaríkin á sameiginlegri ábyrgð og sameiginlegum tækifærum. Repúblikanar trúa því að rétta fólkið eigi að stjórna Bandaríkjunum, þeirra fólk," sagði Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði flokksþing demókrata í Boston. 27.7.2004 00:01
Hjónaband samkynhneigðra ógilt Franskur dómstóll ógilti í gær fyrsta hjónaband samkynhneigðra þar í landi. Athöfnin leiddi til þess að ríkisstjórn Frakklands gerði tilraun til þess að losa sig við hinn vinsæla borgarstjóra Bordeaux sem bar ábyrgð á henni. 27.7.2004 00:01
Samkynhneigt hjónaband ógilt Fyrsta hjónaband samkynhneigðra einstaklinga í Frakklandi var ógilt í borginni Bordeaux í morgun. Stjórnvöld höfðu þá þegar lýst því yfir að gifting Stephanes Chapins og Bertrands Charpentiers væri ógild og ráku í kjölfarið borgarstjóra í úthverfi Bordeaux-borgar sem gaf mennina saman. 27.7.2004 00:01
Arafat og Qureia sættast Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Ahmed Qureia, forsætisráðherra landsins, sættust í morgun á fundi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Þar með lýkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu. 27.7.2004 00:01
Fékk skilnað frá föður sínum Fjórtán ára gamall drengur fékk löglegan skilnað frá föður sínum í Massachusetts í Bandaríkjunum í gær. Þetta er fyrsta mál sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 27.7.2004 00:01
Þróa enn kjarnorkubúnað Íranir hafa haldið áfram byggingu búnaðar sem hægt er að nota til þess að búa til kjarnavopn. Með því hafa þeir rofið samkomulag sem gert var við stórþjóðir Evrópu. 27.7.2004 00:01
Popptónleikar eða flokksþing? Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“. 27.7.2004 00:01
50 ár síðan K-2 var fyrst klifið Fimmtíu ár eru liðin síðan næsthæsta fjall heims, K-2, var klifið í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að fjallið sé ekki alveg jafnhátt og hæsta fjallið Mount Everest er talið um þrisvar sinnum erfiðara að klífa K-2. 27.7.2004 00:01
Frumvarp um kynjakvóta á Indlandi Hópur kvenna safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Nýju-Delí á Indlandi í dag til að hvetja þingmenn til að samþykkja frumvarp um kynjakvóta. Samtök sem berjast fyrir auknum rétti kvenna stóðu að mótmælunum. Framfarabandalagið situr nú í ríkisstjórn Indlands. Nái frumvarpið samþykki þarf þriðjungur þingmanna í fylkjaþingunum að vera konur. </span /> 27.7.2004 00:01
Sjálfsmorð hermanna aukast um 40% Hundrað og níu rússneskir hermenn hafa framið sjálfsvíg það sem af er árinu að sögn yfirmanns hersins. Það er tæplega fjörutíu prósenta aukning miðað við sama tíma í fyrra. 27.7.2004 00:01
Qureia situr áfram Forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qureia, dró til baka uppsögn sína eftir fund með leiðtoganum Jasser Arafat í Ramallah í gær. Þannig lauk tíu daga átökum milli mannanna tveggja sem valdið hafa miklum sviptingum í palestínskum stjórnmálum. 27.7.2004 00:01
Samkomulag ríkra og fátækra fjarri Yfirmaður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Genf segir enn langt í land áður en hægt verður að tryggja nýtt samkomulag á milli vel stæðra ríkja og hinna fátækari um alþjóðaviðskipti. 27.7.2004 00:01
Ólögleg áfengissala í Svíþjóð Lögreglan í Svíþjóð telur að nær annar hver matvörukaupmaður í Malmö stundi ólöglega sölu á áfengi. Smygl á áfengi hefur aukist um helming síðastliðin fjögur ár og það verður sífellt algengara að verslað sé með áfengi sem keypt er í öðrum ESB-ríkjum en Svíþjóð, að því er fram kemur á norræna fréttavefnum. 27.7.2004 00:01
Pútín sakaður um hefndaraðgerðir Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er sakaður um að reyna að eyðileggja fjármálaveldi Mikhails Kodorkhovskys, auðkýfings og aðaleiganda rússneska olíurisans Yukos, en Kodorkhovsky hefur verið í fangelsi að undanförnu vegna gruns um fjársvik og skattsvik. 27.7.2004 00:01