Erlent

Harðir bardagar í Fallujah

Harðir bardagar geisuðu í gærkvöldi milli bandarískra hermanna og írakskra skæruliða í borginni Fallujah. Bandaríkjamenn segja átökin hafa blossað upp þegar skæruliðar réðust á bækistöð þeirra vopnaðir byssum og sprengjum. Herinn svaraði í sömu mynt og skaut meðal annars flugskeyti á byggingu sem skæruliðarnir flúðu í. Nokkrir voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús, þar á meðal ung stúlka. Ekki hafa borist fréttir af mannfalli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×