Erlent

Skaut villihund sem drap barn

Ástralskur karlmaður sem sagði í viðtali á dögunum að hann hefði skotið dingóhund sem var með lík ungs barns í skoltinum árið 1980 hefur neitað að ræða við lögreglu. Hefði maðurinn greint frá þessu á sínum tíma hefði það getað komið í veg fyrir ein verstu réttarmistök í sögu Ástralíu. 1982 var Lindy Chamberlain fundin sek um að hafa myrt níu vikna barn sitt tveimur árum áður. Hún hélt því fram að dingóhundur hefði borið barn sitt á brott. Fjórum árum eftir dóminn komu fram nýjar upplýsingar sem leiddu til að Lindy var náðuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×