Erlent

Lánveitingarnar gerðu illt verra

Afskipti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins af efnahagsþrengingunum í Argentínu gerðu illt verra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sjóðsins. Sérfræðingar sjóðsins komast að þeirri niðurstöðu að sú stefna hans að halda áfram að lána Argentínu fé þrátt fyrir að landið væri orðið verulega skuldsett hafi átt verulegan þátt í kreppu sem varð til þess að milljónir Argentínumanna töpuðu stórfé og lentu undir fátæktarmörkunum. "Kreppan hefði orðið mjög slæm hvort sem er, en kannski ekki alveg jafn slæm og ef sjóðurinn hefði stutt við bakið á breyttri stefnu," sagði Isabelle Mateos y Lago, hagfræðingur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, í viðtali við Washington Post. Argentínsk efnahagslíf hrundi vegna of mikillar lántöku. Hámarki náði kreppan þegar stjórnvöld gátu ekki greitt sjö milljarða króna skuldir. Í kjölfarið jókst atvinnuleysi verulega og upplausn einkenndi stjórnmálin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×