Erlent

Edwards lofar Kerry

John Edwards, varaforsetaefni Demókrata, sagði í ræðu á flokksþinginu í Boston í gær að John Kerry, forsetaefnið, væri klár í baráttuna gegn hryðjuverkum. Líkt og aðrir Demókratar talaði hann þó gegn stríðsrekstri George Bush, Bandaríkjaforseta, og sagði að herafli yrði aðallega notaður til að verja Bandaríkin. Edwards talaði um bandaríska hermenn sem hafa særst í stríðinu í Írak og sagði að þeir ættu skilið að fá forseta sem skildi þeirra aðstæður, og vísaði hann þar til herþjónustu Kerrys í Víetnamstríðinu. Edwards og Kerry verða formlega útnefndir forsetaframbjóðendur Demókrata á þinginu í dag og þá mun Kerry flytja sína fyrstu ræðu þar. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram annan nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×