Kerry til þjónustu reiðubúinn 30. júlí 2004 00:01 John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, tók formlega við útnefningu flokksins í gærkvöld og flutti mikilvægustu ræðuna á ferli sínum. Kerry lagði megináherslu á að hann hefði gegnt herþjónustu í Víetnam og að hann yrði sterkur og stöðugur leiðtogi. "Ég heiti John Kerry og ég tilkynni mig til þjónustu reiðubúinn," sagði Kerry í ræðu sinni í dag við dynjandi lófaklapp áheyrenda. Troðfullt var í Fleet höllinni í gær og stemmningin mikil enda vissu þaulvanir laikstjórar þingsins hvernig magna ætti upp stemmningu með tónlist ljósadýrð og tilfinningaþrungnum frásögnum fjölskydu Kerrys og félaga hans úr Víetnam stríðinu. Kerry reyndi að sannfæra efasemdarmenn um að hann væri fær um að stýra bandarísku þjóðinni í gegnum erfiða tíma og gæti vel sinnt starfi æðsta yfirmanns hersins. Hann lagði áherslu á herþjónustu sína í Víetnam, sagðist vita hvað það væri að berjast í stríði og að það ætti ávallt að vera síðasta úrræðið. Hann myndi þó beita því úrræði til að verja hagsmuni þjóðarinnar með eða án samþykkis og samvinnu alþjóðasamfélagsins. "Sem forseti mun ég taka upp aftur fornar hefðir þjóðarinnar. Bandaríkin fara aldrei í stríð af því við viljum það. Við förum aðeins í stríð af því við neyðumst til þess." Hann ræddi einnig um gildi, trú og þjóðernishyggju og hann skilgreindi þau gildi upp á nýtt. Repúblikanar hafa alla jafna eignað sér þessa þætti en Kerry sótti á þeirra mið og sagði engan hafa einkarétt á bandaríska fánanum. Hann lofaði betri tíð og styrkari stjórn sem segði þjóðinni sannleikann. Gagnrýnin á stjórn Bush forseta var greinileg og óvægin þó að Kerry nefndi hvorki Bush né Cheney á nafn. Ræðan snérist einkum um forystu og leiðtogahæfileika. Kerry reyndi að virka forsetalegur frekar en kumpánalegur sem margir telja þó mikilvægt í kosningabaráttunni. Gagnrýnin hefur aðallega snúist um að þann mannlega þátt hafi vantað. Ræðan var einkum ætluð óákveðnum kjósendum og nú er spurningin hvernig þeir bregðast við. Erlent Fréttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, tók formlega við útnefningu flokksins í gærkvöld og flutti mikilvægustu ræðuna á ferli sínum. Kerry lagði megináherslu á að hann hefði gegnt herþjónustu í Víetnam og að hann yrði sterkur og stöðugur leiðtogi. "Ég heiti John Kerry og ég tilkynni mig til þjónustu reiðubúinn," sagði Kerry í ræðu sinni í dag við dynjandi lófaklapp áheyrenda. Troðfullt var í Fleet höllinni í gær og stemmningin mikil enda vissu þaulvanir laikstjórar þingsins hvernig magna ætti upp stemmningu með tónlist ljósadýrð og tilfinningaþrungnum frásögnum fjölskydu Kerrys og félaga hans úr Víetnam stríðinu. Kerry reyndi að sannfæra efasemdarmenn um að hann væri fær um að stýra bandarísku þjóðinni í gegnum erfiða tíma og gæti vel sinnt starfi æðsta yfirmanns hersins. Hann lagði áherslu á herþjónustu sína í Víetnam, sagðist vita hvað það væri að berjast í stríði og að það ætti ávallt að vera síðasta úrræðið. Hann myndi þó beita því úrræði til að verja hagsmuni þjóðarinnar með eða án samþykkis og samvinnu alþjóðasamfélagsins. "Sem forseti mun ég taka upp aftur fornar hefðir þjóðarinnar. Bandaríkin fara aldrei í stríð af því við viljum það. Við förum aðeins í stríð af því við neyðumst til þess." Hann ræddi einnig um gildi, trú og þjóðernishyggju og hann skilgreindi þau gildi upp á nýtt. Repúblikanar hafa alla jafna eignað sér þessa þætti en Kerry sótti á þeirra mið og sagði engan hafa einkarétt á bandaríska fánanum. Hann lofaði betri tíð og styrkari stjórn sem segði þjóðinni sannleikann. Gagnrýnin á stjórn Bush forseta var greinileg og óvægin þó að Kerry nefndi hvorki Bush né Cheney á nafn. Ræðan snérist einkum um forystu og leiðtogahæfileika. Kerry reyndi að virka forsetalegur frekar en kumpánalegur sem margir telja þó mikilvægt í kosningabaráttunni. Gagnrýnin hefur aðallega snúist um að þann mannlega þátt hafi vantað. Ræðan var einkum ætluð óákveðnum kjósendum og nú er spurningin hvernig þeir bregðast við.
Erlent Fréttir Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira