Erlent

Súdönsk stjórnvöld hafna ekki

Súdönsk stjórnvöld ætla ekki að hafna ályktun Sameinuðu þjóðanna eins og upplýsingaráðherra þeirra tilkynnti í gær. Í ályktuninni eru Súdönum gefnir þrjátíu dagar til að afvopna skæruliða í Darfur-héraði. Ástandið í flóttamannabúðum hefur versnað vegna mikilla rigninga og farsóttir eru farnar að breiðast út. Læknar án landamæra í Kas-flóttamannabúðunum segja ástandið hörmulegt en þeir reyna að halda lífi í yfir 4000 börnum. 50 þúsund manns hafa látið lífið í átökum síðustu mánaða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×