Danir í Öryggisráðið

Danir eru búnir að tryggja sér sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að því er danska blaðið Information greinir frá. Nýtt Öryggisráð verður kosið á allsherjarþinginu í haust og hafa Danir þegar tryggt sér atkvæði 114 þjóða, og vantar 14 atkvæði upp á að tryggja sér sætið. Þau munu hinsvegar vera á hendi því hópur vestur Evrópuríkja mun hafa gefið Dönum bindandi loforð um stuðning þótt það sé ekki opinbert.Verði þetta niðurstaðan munu Danir eiga sæti í ráðinu í tvö ár.