Fleiri fréttir

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við slökkvistarf

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í gærkvöldi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við að hafa hemil á gróðureldi við Búrfellsgjá við Helgafell. Þar hljóp eldur í mosa og erfitt var að koma slökkvibifreið á staðinn og því takmarkaður slökkvibúnaður meðferðis.

„Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt“

Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst nokkuð vel á stöðu faraldursins hér á landi þrátt fyrir að borið hafi á hópsmitum undanfarnar vikur. Hann er þó ósáttur við fyrirhugaðar breytingar á landamæratakmörkunum og vonar að ríkisstjórnin sjái villu síns vegar.

Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes

Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum.

Afar sérstakur hundur í Reykjanesbæ

Tíkin Myrra í Reykjanesbæ er afar sérstakur hundur því hún er svokallaður Lunda hundur til að veiða lunda í holum þeirra. Myrra er með auka klær á hverjum fæti og getur getur snúið framfótleggjum í 90 gráður. Aðeins eru til fimm Lunda hundar á Íslandi.

Telja Ís­land öruggasta á­fanga­staðinn í heims­far­aldri

Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fylgjumst við með nýjum vendingum á gosstöðvunum í Geldingadölum. Gríðarháar hrauntungur hafa komið upp úr virkum gíg sem sjást alla leið til Reykjavíkur. Fólki var vísað frá í dag vegna gjósku og gasmengunar.

Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn

„Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu.

Ókeypis tíðavörur í Skagafirði

Mikil ánægja er í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðavörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Skagafirði frá næsta hausti.

Bólusettu túristarnir eru lentir

Flugvél full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Koma flugvélarinnar markar upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag

Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti og veldur þrýstingsbreyting því að virknin slekkur á sér og rýkur síðan upp með stórum kvikustrókum.

Virknin slokknar og rýkur svo upp með stórum kviku­strókum

Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp.

Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Enginn greindist með veiruna á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Svalt og rólegt næstu daga

Búist er við norðlægri átt í dag, 3 til 10 metrar á sekúndu, og léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Það léttir norðvestanlands með morgninum en verður skýjað að mestu um landið norðaustan- og austanvert og sums staðar dálítil él.

Hand­tekinn eftir að hafa kastað bú­slóðinni fram af svölum

Rúmlega hundrað mál voru skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt og hafði hún í nógu að snúast. Fimmtán hávaðakvartanir komu inn á borð lögreglu og voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna vímuefnaaksturs, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

126 konur á leið upp Kvennadalshnjúk

126 konur lögðu af stað í göngu upp á Hvannadalshnjúk á Öræfajökli klukkan 23 í kvöld til styrktar nýrri krabbameinsdeild á Landspítalanum.

Fluttur af gossvæðinu með sjúkrabíl

Tveir voru fluttir af gossvæðinu í Geldingadölum í gærkvöldi og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum.

100 ný störf á Suðurnesjunum hjá Algalíf

Líftæknifyrirtækið Algalíf á Ásbrú í Reykjanesbæ ætlar að þrefalda framleiðslu sína á fæðubótarefninu Astaxanthíni með því að stækka verksmiðju fyrirtækisins um rúmlega helming. Ársveltan fyrirtækisins mun fjórfaldast eftir stækkun og fara úr einum og hálfum milljarði króna í um fimm og hálfan milljarð króna.

Fær 55 milljónir króna

Einn heppinn miðahafi hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins og varð 55 milljónum króna ríkari. Sex miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fá fyrir það rétt rúmar 135 þúsund krónur hver.

Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda.

177 manns stukku í sjóinn fyrir Svenna

177 manns stukku í sjóinn við Akraneshöfn í blíðskaparveðri í dag til að safna fyrir sérstöku rafhjóli fyrir Sveinbjörn Reyr Hjaltason sem lenti í alvarlegu mótorkrossslysi.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Opna þarf nýtt sóttkvíarhótel á morgun vegna mikils fjölda farþega sem er væntanlegur til landsins frá áhættusvæðum. Við ræðum við fulltrúa Rauða krossins um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og útlit fyrir að tekist hafi að ná utan um hópsýkingu í Þorlákshöfn.

Bæta við þriðja sótt­kvíar­hótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast

Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun.

„Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá?“

Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir miður að viðbótarstuðningsaðgerðir stjórnvalda við stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins nái ekki til allra stúdenta. Ganga hefði þurft enn lengra en stjórnvöld hafi boðað. Hækkun grunnframfærslu námslána sé aðal áhyggjuefnið sem barist hafi verið fyrir í mörg ár, en því hafi ekki verið brugðist við með fullnægjandi hætti.

Vill sjá alþjóðaflugvöll á Geitasandi í Rangárvallasýslu

Atvinnuflugmaður á Hvolsvelli, sem er jafnframt bóndi í Landeyjunum vill sjá að alþjóðaflugvöllur verði byggður á Geitarstandi á milli Hellu og Hvolsvallar. Hann segir veðuraðstæður sérstaklega góðar á svæðinu fyrir flug, auk þess sem svæðið sé bara sandur og því auðvelt og ódýrt að byggja þar flugvöll.

Hefðu viljað sjá skatta­af­slátt eftir lang­varandi at­vinnu­leysi

Þingmaður Samfylkingarinnar hefði viljað frekari úrræði fyrir námsmenn og þá sem glímt hafa við langvarandi atvinnuleysi í nýjum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það sé hins vegar fagnaðarefni að ýmis mikilvæg úrræði hafi verið framlengd út árið en ekki aðeins í einn eða tvo mánuði.

Voru búin að vera í sóttkví í talsverðan tíma

Tveir greindust með kórónuveiruna í Þorlákshöfn í gær og voru báðir búnir að vera í sóttkví í talsverðan tíma, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra. Alls greindust þrír með veiruna í gær, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum frá almannavörnum.

Sjá næstu 50 fréttir