Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Þar segir að fyrrverandi íbúar og aðstandendur þeirra sem létust vilji draga eigandann til ábyrgðar vegna brunans en Guðbrandur Jóhannesson lögmaður segir munnlegan málflutning í málinu munu fara fram í maí.
Samkvæmt vitnisburði íbúa og sérfræðinga í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski og í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann hefur komið fram að brunavörnum var verulega ábótavant.
Haft er eftir Guðbrandi að mikilvægt sé að dómstólar skýri nánar ábyrgð húseigenda og skyldur þegar kemur að brunavörnum.