Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sylvía Hall skrifar
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími vísir

Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti og veldur þrýstingsbreyting því að virknin slekkur á sér og rýkur síðan upp með stórum kvikustrókum.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Þorvald Þórðarson, eldfjallafræðing við Háskóla Íslands, sem segir fólk verða fara varlega við gosstöðvarnar í dag.

Þá kom flugvéll full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum í morgun og er hún talin marka upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi. Við heyrðum í ferðamönnum, sem segja Ísland öruggasta kostinn í heimsfaraldri.

Þá er mikil ánægja í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðarvörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×