Fleiri fréttir

Þrír í lengra gæslu­varð­hald vegna morðsins

Þrír voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna rannsóknar hennar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í síðasta mánuði.

Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu

Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag.

Lögregla vaktar veginn við Keili

Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið.

Líklegast að hraun renni til suðurs

Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.

Biðla til fólks að halda sig heima

Björgunarsveitir á Reykjanesskaga voru kallaðar út á þriðja tímanum og eru nú í viðbragðsstöðu eftir að Veðurstofa Íslands gaf út að óróapúls hafi mælst suður af Keili við Litla-Hrút. Slík merki mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið.

Heyra hvorki drunur né finna skjálfta

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki fundið fyrir neinum óróa. Engar drunur heyrist og jörð hafi varla skolfið frá því um hádegi í gær.

Ekið á unga stúlku á vespu

Óskað var eftir aðstoð lögreglu og sjúkrabíla á þriðja tímanum vegna umferðarslyss við Bakarameistarann í Suðurveri.

Stöðug skjálftavirkni og óróamerki áfram

Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið.

Rekstur hjúkrunar­heimila Fjarða­byggðar til HSA

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa.

2,5 milljóna sekt fyrir endur­tekin um­ferðar­laga­brot

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu til að greiða 2,5 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir endurtekin umferðarlagabrot eftir að hafa ítrekað ekið bíl, ýmist undir áhrifum ávana- eða fíkniefna eða slævandi lyfja. Ákæran var í sjö liðum, en brotin voru framin bæði í Reykjavík og á Selfossi á tímabilinu frá júní 2019 til júní 2020.

Gæti verið upphaf tveggja til þriggja áratuga goshrinu

Störf Alþingis gætu fljótlega markast af verulegri náttúruvá og þingmenn þurfa þá að gæta þess að vinna þverpólitískt, halda ró sinni og treysta vísindum. Þetta sagði Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna og jarðfræðingur, í umræðum um störf þingsins í dag.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftana á Reykjanesskaga og ræðum við Kristínu Jónsdóttur náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofunni en snarpur skjálfti reið yfir rétt eftir klukkan ellefu í morgun.

Sprungu­gos á Reykja­nes­skaga vart staðið lengur en í viku

Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna.

Tveir handteknir vegna líkamsárása í nótt

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Annars vegar var tilkynnt um líkamsárás klukkan 00:39. Segir í dagbók lögreglu að um minniháttar hafi verið að ræða. Einn maður var handtekinn vegna málsins og gistir hann fangageymslu.

Marg­falt fleiri skjálftar á viku en heilu ári

Enn mælist mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Nú síðdegis hefur fjöldi skjálfta á svæðinu mælst svipaður og síðustu daga en skjálftarnir verið heldur minni. Frá upphafi hrinunnar í síðustu viku hafa mælst rúmlega fjórfalt fleiri skjálftar á svæðinu en allt árið 2019.

„Staðan í Foss­vogs­skóla er graf­alvar­leg“

Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða.

Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld

Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu.

Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði

Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa.

Látrabjarg friðlýst

Umhverfisráðherra skrifaði undir friðlýsingu Látrabjargs, eins stærsta fuglabjargs Evrópu í dag. Markmið friðlýsingarinnar er sagt að vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst að sjálfsögðu áfram með skjálftahrinunni suður með sjó. Það er stöðugt óvissustig, ekki síst hjá fólkinu sem býr í nágrenninu, Grindavík, Vogum og öðrum bæjum á Suðurnesjum og sérfræðingar fylgjast grannt með.

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við leit að manni sunnan við Keili

Björgunarsveitir af Suðurnesjum studdar þyrlu Landshelgisgæslunnar leita nú karlmanns sem varð viðskila við konu sem var með honum á ferð sunnan við Keili í dag. Konan fannst eftir leit en björgunarsveitir telja sig vita staðsetningu mannsins.

Mögu­lega á leið inn í nýja um­brota­hrinu en ekki þar með sagt að hún „snúi öllu á hvolf“

Mjög ólíklegt er að hraun loki öllum vegum á Reykjanesi, komi til eldgoss, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings. Mesta hraunrennslið yrði í upphafi eldgossins og toppurinn gæti varað í einhverja daga. Hann telur líklegt að við séum á leið inn í nýtt umbrotatímabil á Reykjanesi - en það þýði þó ekki að allt „snúist á hvolf“.

Ekki talinn geta spillt sönnunargögnum

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á morðinu við Rauðagerði þann 13. febrúar, segir þá aðila sem látnir hafa verið lausir úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu ekki talda geta spillt sönnunargögnum.

Sjö sendir til baka án gildra vottorða

Fimm erlendir ferðamenn sem ekki gátu sýnt viðeigandi PCR-vottorð á landamærunum voru sendir tilbaka í morgun. Tveir erlendir ferðamenn verða sendir til baka á morgun.

Samþykktu nýjan kjarasamning með miklum meirihluta

Kjarasamningur AFLs og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál var samþykktur með 94 prósent greiddra atkvæða. Atkvæðagreiðslu lauk í gær. Á kjörskrá voru 457 starfsmenn og var kjörsókn 72,4 prósent. Samningurinn gildir til þriggja ára, afturvirkt frá 1. mars 2020 að því er segir í tilkynningu frá Alcoa.

Styttri þjónustutími á völdum leiðum Strætó

Í gær stytti Strætó tímabundið þjónustutíma á kvöldin á völdum leiðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Ekki kemur fram í hve langan tíma skerta þjónustan mun vara.

Kristín, Víðir og Þorvaldur í Pallborðinu á Vísi

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra og Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur mæta í Pallborðið á Vísi klukkan þrjú í dag og ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu hér fyrir neðan og í beinni textalýsingu neðst í fréttinni.

Íslendingurinn laus úr haldi en sætir farbanni

Karlmaður á fimmtugsaldri sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn hefur verið látinn laus úr haldi. Hann sætir þó fjögurra vikna farbanni og má því ekki fara úr landi á þeim tíma.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.