Safna ellefu milljónum til að mæta heilsuáskorunum Jóhannesar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2021 15:46 Jóhannes Stefánsson uppljóstrari Samherji Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Komið hefur verið á fót GoFundMe síðu til styrktar Jóhannesi Stefánssyni fyrrverandi starfsmanni Samherja í Namibíu til að fjármagna læknismeðferð sem hann segist þurfa á að halda. Jóhannes hefur sagt íslenska lækna telja að einkenni sem hann glími við komu heim og saman við einstakling sem eitrað hefur verið fyrir. Stefnt er á að safna 75 þúsund dollurum fyrir Jóhannes eða sem nemur um ellefu milljónum króna. Uppljóstrarasamtökin Whistleblowing International, ANA LOGO og Whistleblower Network News, National Whistleblower Center standa fyrir söfnuninni í gegnum GoFundMe. Jóhannes lak gögnum sem hann komst yfir í starfi sínu hjá Samherja sem hafa orðið tilefni dómsmáls í Namibíu og sakamálarannsóknar hér á landi. Ráðamenn í Namibíu og yfirmenn hjá Samherja eru sakaðir um að lögbrot varðandi viðskipti með fiskveiðirétt í Afríku. „Lækna í heimalandi hans Íslandi grunar að eitrað hafi verið fyrir honum. Ísland býr því miður ekki yfir bestu mögulegu tækjum og þjónustu á sviði læknisfræði til að greina um hvaða eitur ræðir og veita honum þá meðferð sem þarf. Hann þarf því alþjóðlega aðstoð,“ segir í frétt The Namibian sem vísar til tilkynningar vegna söfnunarinnar. Ekki kemur nánar fram í hverju tækjaskortur og þekking íslenska heilbrigðiskerfisins eigi að felast. Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016 og segist Jóhannes í framhaldinu hafa flutt til Suður-Afríku þar sem öryggis hans hafi verið gætt allan sólarhringinn. Hann telur að eitrað hafi verið fyrir honum á hóteli í Suður-Afríku. Markmiðið hafi verið að ráða honum bana. Hann býr í dag á Íslandi og tjáði Namibian að hann tjái sig sjaldan um heilsu sína og vandamál henni tengd. „Ég hef ekki viljað segja margt um þetta en ég verð að gera eitthvað í þessu. Nú eru liðin fjögur ár og það er voðalega lítið sem ég get gert. Ég hef unnið í áætlun til að ná betri heilsu síðustu fjögur ár og gert allt sem mér hefur verið unnt,“ segir Jóhannes. Hann segir að fleira eigi eftir að koma fram er varðar Samherjaskjölin en hann hafi gert hvað hann geti gert. „Ég á eftir að komast í ýmislegt en afköstin takmarkast af heilsu minni út af einkennum mínum. En ég er alltaf jákvæður og bjartsýnn og þetta mun ganga upp á einn hátt eða annan.“ Einkenni sem hann glími við snúi meðal annars að skjálfta, sjóntruflunum, sársaukaverkjum um allan líkama, svima, höfuðverk og fleiru. „Ég verð að finna lausn á þessum heilsufarsvandamálum...og auvðitað koma lífi mínu aftur í gang, geta unnið og lifað. Og að berjast af enn meiri krafti gegn spillingu.“ 645 evrur hafa safnast þegar þessi frétt er skrifuð sem svarar til um hundrað þúsund króna. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Jóhannes hefur sagt íslenska lækna telja að einkenni sem hann glími við komu heim og saman við einstakling sem eitrað hefur verið fyrir. Stefnt er á að safna 75 þúsund dollurum fyrir Jóhannes eða sem nemur um ellefu milljónum króna. Uppljóstrarasamtökin Whistleblowing International, ANA LOGO og Whistleblower Network News, National Whistleblower Center standa fyrir söfnuninni í gegnum GoFundMe. Jóhannes lak gögnum sem hann komst yfir í starfi sínu hjá Samherja sem hafa orðið tilefni dómsmáls í Namibíu og sakamálarannsóknar hér á landi. Ráðamenn í Namibíu og yfirmenn hjá Samherja eru sakaðir um að lögbrot varðandi viðskipti með fiskveiðirétt í Afríku. „Lækna í heimalandi hans Íslandi grunar að eitrað hafi verið fyrir honum. Ísland býr því miður ekki yfir bestu mögulegu tækjum og þjónustu á sviði læknisfræði til að greina um hvaða eitur ræðir og veita honum þá meðferð sem þarf. Hann þarf því alþjóðlega aðstoð,“ segir í frétt The Namibian sem vísar til tilkynningar vegna söfnunarinnar. Ekki kemur nánar fram í hverju tækjaskortur og þekking íslenska heilbrigðiskerfisins eigi að felast. Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016 og segist Jóhannes í framhaldinu hafa flutt til Suður-Afríku þar sem öryggis hans hafi verið gætt allan sólarhringinn. Hann telur að eitrað hafi verið fyrir honum á hóteli í Suður-Afríku. Markmiðið hafi verið að ráða honum bana. Hann býr í dag á Íslandi og tjáði Namibian að hann tjái sig sjaldan um heilsu sína og vandamál henni tengd. „Ég hef ekki viljað segja margt um þetta en ég verð að gera eitthvað í þessu. Nú eru liðin fjögur ár og það er voðalega lítið sem ég get gert. Ég hef unnið í áætlun til að ná betri heilsu síðustu fjögur ár og gert allt sem mér hefur verið unnt,“ segir Jóhannes. Hann segir að fleira eigi eftir að koma fram er varðar Samherjaskjölin en hann hafi gert hvað hann geti gert. „Ég á eftir að komast í ýmislegt en afköstin takmarkast af heilsu minni út af einkennum mínum. En ég er alltaf jákvæður og bjartsýnn og þetta mun ganga upp á einn hátt eða annan.“ Einkenni sem hann glími við snúi meðal annars að skjálfta, sjóntruflunum, sársaukaverkjum um allan líkama, svima, höfuðverk og fleiru. „Ég verð að finna lausn á þessum heilsufarsvandamálum...og auvðitað koma lífi mínu aftur í gang, geta unnið og lifað. Og að berjast af enn meiri krafti gegn spillingu.“ 645 evrur hafa safnast þegar þessi frétt er skrifuð sem svarar til um hundrað þúsund króna.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira